Tvær konur, tvennir tímar, tvær sýningar Magnús Guðmundsson skrifar 16. janúar 2015 13:00 Áhorfandinn tekur þátt í ferðalagi segir Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona sem opnar sýningu í Hafnarborg á morgun. Vísir/Pjetur Á morgun verða tvær afar ólíkar en þó skyldar sýningar opnaðar í Hafnarborg. Í aðalsal Hafnarborgar verður opnuð stór innsetning eftir Heklu Dögg Jónsdóttur sem ber yfirskriftina Framköllun og felur í sér bæði ferli, gjörning og samstarf við aðra listamenn. Sýningarsal Hafnarborgar hefur verið umbreytt í kvikmyndaver, upptöku- og vinnslurými þar sem 16 mm kvikmynd er unnin, sett saman og sýnd. Inn í þetta rými býður Hekla Dögg listamönnum að koma og taka þátt í sköpuninni og þannig er verkið í stöðugri mótun og ekki hið sama við upphaf sýningar og lok. „Sköpunarferlið fer fram hér innan hússins og hingað inn fæ ég kraft annarra listamanna. Eina skilyrðið sem ég set listamönnunum er að hér sé allt svarthvítt. Hér er notuð svarthvít 16 mm filma til þess að taka upp og allir leikmunir þurfa að vera svarthvítir líka. Þannig leitast ég við að brúa bilið á milli gjörnings og filmu og skapa svarthvíta veröld þar sem allt getur gerst. Við tökum upp í okkar stúdíórými á daginn, framköllum á kvöldin og handklippum filmuna þannig að þessi heimur er í raun sjálfbær töfrasmiðja.“Svarthvít töfraveröld „Þegar ég var í mínu námi fékk ég aðeins að kynnast filmunni. Við það varð í raun til allt önnur hugsun en ég hafði haft áður og það er magnað að sjá hvernig heil töfraveröld getur myndast á svarthvíta filmu. Ólíkt t.d. vídeóinu er ég ekki lengur með möguleikana á endurtekningunni heldur bara ákveðið marga metra af uppteknu myndefni svo dæmi sé tekið.“Allt lagt að jöfnu „Í raun upplifir viðtakandinn verkið í þremur liðum. Í fyrsta lagi skúlptúrinn sem er allt það rými sem við höfum búið til, bæði upptöku- og sýningarrýmið. Í öðru lagi gjörningurinn sem felst í þátttöku og samvinnu listamanna og ferlinu öllu. Og loks að endingu afurðin. Allt er þetta lagt að jöfnu. Áhorfandinn er þátttakandi í ferðalagi þar sem lokaáfanginn er alvörubíósalur með þægilegum sætum, teppalögðu gólfi og öllu því sem maður vill fá í bíó. Allt hefur þetta verið skapað með ómetanlegri aðstoð þess frábæra fólks sem starfar hér í Hafnarborg.“Hanna Davíðsson var á meðal fárra kvenna sem lögðu stund á myndlist nánast allt sitt líf snemma á síðustu öld.Mynd/úr einkasafniNeisti eftir Hönnu Davíðsson Í Sverrissal safnsins verður opnuð sýningin Neisti með málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson (1888–1966) sem nánast allt sitt líf lagði stund á myndlist mótaða af aðstæðum kvenna við upphaf 20. aldar. Á sýningunni eru teikningar og málverk frá ýmsum tímum, litlar myndir sem sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni, einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði auk ljósmynda sem varðveittar eru í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ljósmyndirnar hafa fæstar verið sýndar áður og eru af filmum sem fundust undir gólfi Sívertsenhúss í Hafnarfirði. Hanna bjó um tíma í Sívertsenhúsi en það er nú hluti af Byggðasafninu. Á meðal þess sem liggur eftir Hönnu eru skreytingar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á morgun verða tvær afar ólíkar en þó skyldar sýningar opnaðar í Hafnarborg. Í aðalsal Hafnarborgar verður opnuð stór innsetning eftir Heklu Dögg Jónsdóttur sem ber yfirskriftina Framköllun og felur í sér bæði ferli, gjörning og samstarf við aðra listamenn. Sýningarsal Hafnarborgar hefur verið umbreytt í kvikmyndaver, upptöku- og vinnslurými þar sem 16 mm kvikmynd er unnin, sett saman og sýnd. Inn í þetta rými býður Hekla Dögg listamönnum að koma og taka þátt í sköpuninni og þannig er verkið í stöðugri mótun og ekki hið sama við upphaf sýningar og lok. „Sköpunarferlið fer fram hér innan hússins og hingað inn fæ ég kraft annarra listamanna. Eina skilyrðið sem ég set listamönnunum er að hér sé allt svarthvítt. Hér er notuð svarthvít 16 mm filma til þess að taka upp og allir leikmunir þurfa að vera svarthvítir líka. Þannig leitast ég við að brúa bilið á milli gjörnings og filmu og skapa svarthvíta veröld þar sem allt getur gerst. Við tökum upp í okkar stúdíórými á daginn, framköllum á kvöldin og handklippum filmuna þannig að þessi heimur er í raun sjálfbær töfrasmiðja.“Svarthvít töfraveröld „Þegar ég var í mínu námi fékk ég aðeins að kynnast filmunni. Við það varð í raun til allt önnur hugsun en ég hafði haft áður og það er magnað að sjá hvernig heil töfraveröld getur myndast á svarthvíta filmu. Ólíkt t.d. vídeóinu er ég ekki lengur með möguleikana á endurtekningunni heldur bara ákveðið marga metra af uppteknu myndefni svo dæmi sé tekið.“Allt lagt að jöfnu „Í raun upplifir viðtakandinn verkið í þremur liðum. Í fyrsta lagi skúlptúrinn sem er allt það rými sem við höfum búið til, bæði upptöku- og sýningarrýmið. Í öðru lagi gjörningurinn sem felst í þátttöku og samvinnu listamanna og ferlinu öllu. Og loks að endingu afurðin. Allt er þetta lagt að jöfnu. Áhorfandinn er þátttakandi í ferðalagi þar sem lokaáfanginn er alvörubíósalur með þægilegum sætum, teppalögðu gólfi og öllu því sem maður vill fá í bíó. Allt hefur þetta verið skapað með ómetanlegri aðstoð þess frábæra fólks sem starfar hér í Hafnarborg.“Hanna Davíðsson var á meðal fárra kvenna sem lögðu stund á myndlist nánast allt sitt líf snemma á síðustu öld.Mynd/úr einkasafniNeisti eftir Hönnu Davíðsson Í Sverrissal safnsins verður opnuð sýningin Neisti með málverkum og teikningum eftir Hönnu Davíðsson (1888–1966) sem nánast allt sitt líf lagði stund á myndlist mótaða af aðstæðum kvenna við upphaf 20. aldar. Á sýningunni eru teikningar og málverk frá ýmsum tímum, litlar myndir sem sýna viðfangsefni úr næsta nágrenni, einkum blóm, fólk og umhverfið í Hafnarfirði auk ljósmynda sem varðveittar eru í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Ljósmyndirnar hafa fæstar verið sýndar áður og eru af filmum sem fundust undir gólfi Sívertsenhúss í Hafnarfirði. Hanna bjó um tíma í Sívertsenhúsi en það er nú hluti af Byggðasafninu. Á meðal þess sem liggur eftir Hönnu eru skreytingar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira