Myndi Phil Collins fíla þetta? Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 10:30 Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, kemur fram á tvennum tónleikum með Todmobile. vísir/ernir Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu. Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Steve Hackett, fyrrverandi gítarleikari Genesis, sem hefur verið mikill áhrifavaldur í sögu gítarleiksins, er staddur hér á landi og kemur fram með Todmobile á tvennum tónleikum. „Þeir höfðu samband við mig og sögðust hafa unnið með Jon Anderson [söngvara Yes]. Ég fékk þá tónlist senda en þekkti hana þó ekki alla. Ég hugsaði samt með mér: þetta er eitt það besta sem ég hef heyrt og þeir vilja vinna með mér,“ segir Hackett, greinilega sáttur við störf Todmobile. Á síðasta ári kom sveitin fram með Anderson á vel heppnuðum tónleikum. „Ég þekki tónlist Bjarkar nokkuð vel og hef heyrt í Mezzoforte, það er auðvitað bara toppurinn á ísjakanum. Allt sem ég hef heyrt frá Íslandi hljómar eins og hér sé mjög hár standard í tónlistarheiminum. Það hlýtur að vera tengt veðrinu, eins og með veðrið á Englandi. Mín kenning er sú að ástæðan fyrir því að Shakespeare hafi samið svona frábær verk er vegna þess að veðrið var svo glatað í Bretlandi,“ segir Hackett léttur í lundu spurður út í kynni sín af íslenskri tónlist. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur hingað til lands og kann hann vel við sig. „Mér þykir landið mjög fallegt. Ég hef þó ekki náð að skoða það því við komum seint á þriðjudag en við ætlum að reyna að skoða landið aðeins og mögulega fara Gullna hringinn. Þetta er auðvitað vinnuferð, þannig að vinnan hefur forgang.“Af æfingu.Hackett hefur verið talinn mikill frumkvöðull í gítarleik en menn á borð við Eddie Van Halen og Brian May hafa talað um hann sem áhrifavald. Þá er hann einnig sagður vera upphafsmaður svokallaðrar „tapping“ tækni. „Þetta var upphaflega bara öðrvísi leið til að spila mjög hratt einn streng. Þetta er orðið að stíl,“ segir Hackett um tæknina. Eddie Van Halen, Steve Vai og fleiri gítarleikarar eru þekktir fyrir að hafa tileinkað sér tæknina. Þó svo að Hackett komi úr rokksveit eins og Genesis hefur hann alltaf haft áhuga á klassískri tónlist. „Í kringum árið 1967, þegar Bítlarnir fóru að vinna með sinfóníum, fæddist heimstónlistin í ákveðnu samhengi og það var mér mikill innblástur. Þó að maður sé í þekktri rokkhljómsveit, þá er mjög sjaldgæft að fá tækifæri til að spila og vinna með sinfóníuhljómsveit. Ég hef samið fyrir sinfóníur og að að heyra tónlist sem er samin á sex strengi allt í einu spilaða af sinfóníu er ótrúlegt. Ég er heillaður af þeim hljóm sem sinfóníur mynda,“ útskýrir Hackett. Hann lærði að skrifa tónlist en notaði þá þekkingu ekki lengi. „Ég skrifa niður tónlist ef ég fæ hugmynd, það er mín aðferð og ég treysti á hana því maður getur ekki munað allt. Ég tel það mikilvægt að mennta sig ef þú hefur tök á því. Ef þú vilt taka spilamennskuna lengra tel ég það gott að mennta sig,“ segir Hackett um tónlistarmenntun.Hópur fagfólks kemur fram á tónleikunum.Gítarleikarinn hefur unnið með ótal þekktum tónlistarmönnum en að öðrum ólöstuðum má segja að hann sé þekktastur fyrir störf sín með Genesis. Hann var meðlimur sveitarinnar á árunum 1970 til 1977. En hvernig var að vinna með mönnum á borð við Phil Collins og Peter Gabriel? „Ég naut þess að vera í Genesis. Allir meðlimir sveitarinnar gátu samið frábær lög og ég tel það frekar sjaldgjæft. Á margan hátt má þó segja að margt af því besta sem við höfum samið hafi komið eftir að við hættum sem hljómsveit. Til dæmis þróaðist Phil sem söngvari, trommari og lagahöfundur og sama má segja um aðra meðlimi. Phil er frábær náungi, frábær trommuleikari og tónlistarmaður og sama má segja um Peter Gabriel, frábær tónlistarmaður.“ Hann hefur þó einungis tvisvar spilað með Genesis eftir að hann hætti, síðast árið 1982. Hackett er opinn fyrir því að Genesis komi saman aftur. „Ég er opinn fyrir þeirri hugmynd en ég er ekki viss um að það verði að veruleika. Phil er hættur að spila vegna meiðsla, sem er mjög sorglegt. Þegar ég er að vinna og semja tónlist þá hugsa ég alltaf: myndi Phil Collins fíla þetta, svingar þetta? Það er erfitt að gera trommuleikara til geðs,“ segir Hackett og hlær. Hackett og Todmobile koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hörpu á föstudagskvöld og í Hofi á laugardagskvöldið. Þar verða leikin lög Todmobile, Genesis og lög sem Hackett og Todmobile hafa samið að undanförnu.
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira