HönnunarMars í sjöunda sinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. janúar 2015 11:00 Sara Jónsdóttir stýrir HönnunarMars en hátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Reykjavík með þátttöku fjölda hönnuða. mynd/stefán HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“ HönnunarMars Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
HönnunarMars hefur farið stækkandi með hverju árinu en hann verður nú haldinn í sjöunda sinn. Skráning fyrir bæði íslenska og erlenda hönnuði til að taka þátt lýkur 25. janúar og fólk er að taka við sér af krafti eftir áramótin,“ segir Sara Jónsdóttir, verkefnastjóri HönnunarMars en hátíðin fer þetta árið fram dagana 12. til 15. mars. „Dagskráin er í mótun en þetta lítur mjög vel út,“ bætir hún við en meðal annars er búið að bóka spennandi nöfn á Design Talks, fyrirlestrardag hátíðarinnar. Þar má nefna Jessicu Walsh sem Sara segir skínandi stjörnu í hönnunarheiminum. „Við erum mjög spennt að fá hana til landsins en Jessica Walsh er ákveðið spútnik í rauninni og framúrskarandi á sínu sviði og var meðal annars gerð að meðeiganda hjá Sagmeister fljótlega eftir að hún hóf þar störf, þá aðeins 25 ára gömul. Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks setti daginn saman út frá þemanu Play Away og velur inn áhugaverð nöfn sem vinna með leik í víðri merkingu og eftir óhefðbundnum leiðum. Þarna verður fólk sem vinnur út fyrir boxið og ögrar norminu,“ segir Sara en meðal annarra fyrirlesarar eru Anthony Dunne, prófessor við Royal College of Art í London og annar höfunda Speculative Design aðferðarfræðinnar, og Walter Van Beirendonck, tískufrömuður frá Belgíu og einn helsti frumkvöðull karlatískunnar í dag, en hann er meðlimur í „avant garde“ hönnunargrúppunni Antwerp Six.Rísandi Stjarna Jessica Walsh mun tala á DesignTalks á HönnunarMars.Tækifæri til viðskiptasambandaKaupstefnan DesignMatch er hluti af HönnunarMars en þar geta íslenskir hönnuðir komið verkum sínum á framfæri við erlend framleiðslufyrirtæki. Undanfarin ár hafa nokkur íslensk verk komist inn í framleiðslulínur fyrirtækja eins og Normann Copenhagen. „Það nýjasta er samstarf vöruhönnuðarins Hafsteins Júlíussonar og finnska hönnunarfyrirtækisins HEM,“ segir Sara. „Í ár mæta norrænir kaupendur á DesignMatch en einnig höfum við staðfest komu þýsku hönnunarverslunarinnar Monoqi, Pop-Corn sem er frönsk hönnunarvefverslun með innanstokksmuni, og Paper Collective frá Danmörku sem selur grafísk veggspjöld í takmörkuðu upplagi. Dagskránni er ekki læst og munu fleiri fyrirtæki bætast við og þá eru allar líkur á að í hópnum verði meðal annars fatahönnunarfyrirtæki.“Íslenskir hönnuðir hafa sérstöðu Sara stýrir HönnunarMars nú í fyrsta sinn og leggst verkefnið vel í hana. „Þetta er hressandi. Verkefnið er stórt en HönnunarMars er með stærstu hátíðunum sem haldnar eru í Reykjavík. Við fáum fjölda gesta bæði íslenskra og erlendra á hátíðina og einnig erlenda fjölmiðla. Það er gaman að taka þátt í að styðja við grósku í greinum sem eru margar hverjar ungar hér á landi. Íslenskir hönnuðir búa yfir ákveðinni sérstöðu vegna grasrótarstemmningarinnar, sem vert er að halda í. Hér er unnið faglegt starf en hér er aftur á móti ekki löng hönnunarsaga og því lítið um gamlar hefðir og reglur sem fara verður eftir. Hönnuðum er frjálst að leika sér og hugsa út fyrir boxið.“
HönnunarMars Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning