Spila, syngja og leika 11. janúar 2015 13:00 Matthías Davíð, Hjördís Anna og Hálfdán Helgi hafa fullt fyrir stafni í tónlistinni. vísir/GVA Hjördís Anna, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíasbörn hafa áhuga á mörgu, til dæmis tónlist. Hjördís Anna spilar á básúnu, Hálfdán Helgi æfir á trommur/slagverk og Matthías Davíð á trompet.Eruð þið í hljómsveit?HA: Já, við erum öll í hljómsveit sem heitir Skýjaglópar, ásamt tveimur öðrum krökkum sem heita Brynjar og Elín. Ég er líka í Skólahljómsveit Kópavogs og spila á básúnu. Svo er ég líka í hljómsveit sem heitir Svarta Sól, í henni er ég með Elínu vinkonu minni og bróður mínum Hálfdáni.HH: Ég er í Skólahljómsveit Kópavogs og Skýjaglópum og einnig í sveitinni með Hjördísi og Elínu vinkonu minni.MD: Ég er í Skýjaglópum og Skólahljómsveit Kópavogs.Hvar spilið þið helst?Öll: Skýjaglópar spila mest í kirkjum og Skólahljómsveit Kópavogs spilar úti um allt.HH: Já, Skýjaglópar sungu til dæmis sunnudagaskólalag ársins sem er eftir Gumma Kalla, prest í Lindakirkju. Hvað fleira eruð þið helst að bralla?HA: Ég er í Barnakór Ástjarnarkirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju.HH: Við Matthías erum með kvikmyndafélag sem heitir MH kvikmyndir og gerum alls konar myndir og setjum á Facebook-síðu MH kvikmynda.MD: Ég hef mikinn áhuga á töfrabrögðum og kallast Matti Magic þegar ég er að sýna. Leiklist finnst mér mjög skemmtileg og ég lék langafann í Óvitum og fleira, en ég er núna að æfa fyrir Útvarpsleikhúsið í Elsku Míó minn og að leika í Línu Langsokk. Svo er líka gaman að búa til stuttmyndir með Hálfdáni.Hafið þið einhvern tíma til að leika ykkur?HA: Já, oftast á fimmtudögum og um helgar þegar ég er ekki að syngja einhvers staðar eða spila, annars er ég alltaf á fullu alla daga.HH: Ég hef nægan tíma til að leika mér þrátt fyrir allt það sem ég er að gera.“MD: Nei! … jú, kannski stundum.Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur?HA: Mér finnst mjög skemmtilegt í íþróttum, til dæmis í fótbolta og á skíðum. Eitt sinn þegar ég var að prufa snjóbretti með frænku minni í fyrsta skipti þá datt ég á höndina og handleggsbrotnaði en fyrir utan það þá finnst mér snjóbretti mjög skemmtilegt.HH: Mér finnst skemmtilegast að leika mér bara við að búa til kvikmyndir.MD: Að æfa mig í töfrabrögðum og búa til leiksýningar.Eruð þið farin að velta fyrir ykkur hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór?HA: Ég ætla að verða tannlæknir, tónlistarkona og söngkona.HH: Já, mig langar rosalega að verða kvikmyndagerðarmaður, söngvari og líka trommari.MD: Ég mundi vilja verða leikari! Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hjördís Anna, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíasbörn hafa áhuga á mörgu, til dæmis tónlist. Hjördís Anna spilar á básúnu, Hálfdán Helgi æfir á trommur/slagverk og Matthías Davíð á trompet.Eruð þið í hljómsveit?HA: Já, við erum öll í hljómsveit sem heitir Skýjaglópar, ásamt tveimur öðrum krökkum sem heita Brynjar og Elín. Ég er líka í Skólahljómsveit Kópavogs og spila á básúnu. Svo er ég líka í hljómsveit sem heitir Svarta Sól, í henni er ég með Elínu vinkonu minni og bróður mínum Hálfdáni.HH: Ég er í Skólahljómsveit Kópavogs og Skýjaglópum og einnig í sveitinni með Hjördísi og Elínu vinkonu minni.MD: Ég er í Skýjaglópum og Skólahljómsveit Kópavogs.Hvar spilið þið helst?Öll: Skýjaglópar spila mest í kirkjum og Skólahljómsveit Kópavogs spilar úti um allt.HH: Já, Skýjaglópar sungu til dæmis sunnudagaskólalag ársins sem er eftir Gumma Kalla, prest í Lindakirkju. Hvað fleira eruð þið helst að bralla?HA: Ég er í Barnakór Ástjarnarkirkju og Unglingagospelkór Lindakirkju.HH: Við Matthías erum með kvikmyndafélag sem heitir MH kvikmyndir og gerum alls konar myndir og setjum á Facebook-síðu MH kvikmynda.MD: Ég hef mikinn áhuga á töfrabrögðum og kallast Matti Magic þegar ég er að sýna. Leiklist finnst mér mjög skemmtileg og ég lék langafann í Óvitum og fleira, en ég er núna að æfa fyrir Útvarpsleikhúsið í Elsku Míó minn og að leika í Línu Langsokk. Svo er líka gaman að búa til stuttmyndir með Hálfdáni.Hafið þið einhvern tíma til að leika ykkur?HA: Já, oftast á fimmtudögum og um helgar þegar ég er ekki að syngja einhvers staðar eða spila, annars er ég alltaf á fullu alla daga.HH: Ég hef nægan tíma til að leika mér þrátt fyrir allt það sem ég er að gera.“MD: Nei! … jú, kannski stundum.Hvernig finnst ykkur skemmtilegast að leika ykkur?HA: Mér finnst mjög skemmtilegt í íþróttum, til dæmis í fótbolta og á skíðum. Eitt sinn þegar ég var að prufa snjóbretti með frænku minni í fyrsta skipti þá datt ég á höndina og handleggsbrotnaði en fyrir utan það þá finnst mér snjóbretti mjög skemmtilegt.HH: Mér finnst skemmtilegast að leika mér bara við að búa til kvikmyndir.MD: Að æfa mig í töfrabrögðum og búa til leiksýningar.Eruð þið farin að velta fyrir ykkur hvað ykkur langar að verða þegar þið verðið stór?HA: Ég ætla að verða tannlæknir, tónlistarkona og söngkona.HH: Já, mig langar rosalega að verða kvikmyndagerðarmaður, söngvari og líka trommari.MD: Ég mundi vilja verða leikari!
Krakkar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira