Dansandi og sveiflukennt 9. janúar 2015 11:00 Meðlimir barokksveitarinnar Camerata Øresund hafa allir sérhæft sig í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. „Það sem er sérstakt við þennan flutning á Messíasi er að við spilum allt verkið án stjórnanda. Það gefur færi á mun meiri sveigjanleika í spilamennskunni en ella,“ segir Hanna Loftsdóttir. Hún leikur á barokkselló í hljómsveitinni Camerata Øresund og er meðal þeirra sem skipuleggja flutning á óratoríunni Messíasi í Norðurljósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 20. Auk sveitarinnar syngur kammerkór, skipaður tólf íslenskum og skandinavískum einsöngvurum, verkið. Hanna segir leiðara hópsins, Peter Spissky, leggja mikla áherslu á hið dansandi og sveiflukennda í tónlistinni.Tónleikarnir í Danmörku og Svíþjóð gengu vel.„Peter hefur alveg sérstakt lag á að fá tónlistina til að svinga. Þó við dönsum ekki sjálf í eiginlegri merkingu þá get ég ímyndað mér að margir í áhorfendahópnum eigi erfitt með að sitja alveg stilltir í sumum köflunum. Peter Spissky er líka mjög líflegur í framkomu þannig að það má segja að hann dansi með boganum sínum!“ Óratórían Messías eftir Händel er eitt þekktasta og mest spilaða verk tónbókmenntanna og hefur verið flutt í ýmsum útgáfum í aldanna rás. Það var ekki fyrr en á 19. öld að þær hefðir sköpuðust að flytja verkið með stórri hljómsveit og fjölmennum kór, þar sem stjórnandi var nauðsynlegur, að sögn Hönnu. „Við viljum hins vegar leita aftur til hefða barokktímans með því að flytja verkið án stjórnanda og með kammerkór,“ segir hún. „Það skemmtilega er að niðurstaðan verður nútímaleg og áhrifamikil fyrir áhorfendur dagsins í dag.“ Úrval íslenskra og skandinavískra einsöngvara tekur þátt í uppfærslunni. Það eru Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hrólfur Sæmundsson, Eline Soelmark. Nana Bugge Rasmussen, Francine Vis, Simone Rønn, Leif Aruhn-Solén og Christian Damsgaard. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það sem er sérstakt við þennan flutning á Messíasi er að við spilum allt verkið án stjórnanda. Það gefur færi á mun meiri sveigjanleika í spilamennskunni en ella,“ segir Hanna Loftsdóttir. Hún leikur á barokkselló í hljómsveitinni Camerata Øresund og er meðal þeirra sem skipuleggja flutning á óratoríunni Messíasi í Norðurljósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 20. Auk sveitarinnar syngur kammerkór, skipaður tólf íslenskum og skandinavískum einsöngvurum, verkið. Hanna segir leiðara hópsins, Peter Spissky, leggja mikla áherslu á hið dansandi og sveiflukennda í tónlistinni.Tónleikarnir í Danmörku og Svíþjóð gengu vel.„Peter hefur alveg sérstakt lag á að fá tónlistina til að svinga. Þó við dönsum ekki sjálf í eiginlegri merkingu þá get ég ímyndað mér að margir í áhorfendahópnum eigi erfitt með að sitja alveg stilltir í sumum köflunum. Peter Spissky er líka mjög líflegur í framkomu þannig að það má segja að hann dansi með boganum sínum!“ Óratórían Messías eftir Händel er eitt þekktasta og mest spilaða verk tónbókmenntanna og hefur verið flutt í ýmsum útgáfum í aldanna rás. Það var ekki fyrr en á 19. öld að þær hefðir sköpuðust að flytja verkið með stórri hljómsveit og fjölmennum kór, þar sem stjórnandi var nauðsynlegur, að sögn Hönnu. „Við viljum hins vegar leita aftur til hefða barokktímans með því að flytja verkið án stjórnanda og með kammerkór,“ segir hún. „Það skemmtilega er að niðurstaðan verður nútímaleg og áhrifamikil fyrir áhorfendur dagsins í dag.“ Úrval íslenskra og skandinavískra einsöngvara tekur þátt í uppfærslunni. Það eru Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hrólfur Sæmundsson, Eline Soelmark. Nana Bugge Rasmussen, Francine Vis, Simone Rønn, Leif Aruhn-Solén og Christian Damsgaard.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira