Eins og að koma út úr skápnum í beinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 12:00 Saga Jónsdóttir og Sunna Borg bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu. Vísir/GVA Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira