Tengingin við Ísland er mikil Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2015 09:15 "Ég held ég verði á ferðinni í hverjum mánuði fram á vor,“ segir Hugi sem býr í Kaupmannahöfn en kemur oft heim til Íslands. Fréttablaðið/Stefán „Það er mikill heiður að tilheyra þeim hópi sem þessi verðlaun hefur hlotið,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld sem tók í gær við íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi forseta Íslands. Rio Tinto Alcan hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000 en þau voru fyrst veitt 1981 og þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Verðlaunin nú eru sérsmíðaður gripur úr áli frá Straumsvík og ein milljón króna. Hugi er sjálfstætt starfandi tónskáld og hefur búið í Kaupmannahöfn í 15 ár en á oft erindi heim til Íslands. „Tengingin við Ísland er mikil. Ég held ég verði á ferðinni í hverjum mánuði fram á vor,“ segir hann brosandi og kveðst til dæmis eiga konsert á lokatónleikum Myrkra músíkdaga um næstu mánaðamót. Hann vann tónsmíðakeppni Norrænna músíkdaga í Finnlandi 2013 með verki fyrir börn, byggðu á sögunni um Djáknann á Myrká, það verður flutt á sex skóla- og fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í febrúar. Síðasta vor fékk Hugi þriggja ára starfslaun frá danska ríkinu, þar sem eitt tónskáld var valið úr hverjum tónlistargeira. Það segir hann hafa verið óvænta viðurkenningu. „Ég reiknaði aldrei með að vera inni í myndinni af því ég er útlendingur,“ segir hann. „Eftir að ég hlaut styrkinn fékk ég pöntun um stærðarinnar óperu fyrir sjálfstætt starfandi kompaní sem heitir Öresundsóperan. Hún verður flutt í samstarfi við Hamletsenuna á leikhúshátíð í Hamletkastala í Helsingör í tilefni af 400 ára ártíð Shakespeare árið 2016. Ég hef alltaf nóg fyrir stafni.“ Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er mikill heiður að tilheyra þeim hópi sem þessi verðlaun hefur hlotið,“ segir Hugi Guðmundsson tónskáld sem tók í gær við íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi forseta Íslands. Rio Tinto Alcan hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000 en þau voru fyrst veitt 1981 og þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Verðlaunin nú eru sérsmíðaður gripur úr áli frá Straumsvík og ein milljón króna. Hugi er sjálfstætt starfandi tónskáld og hefur búið í Kaupmannahöfn í 15 ár en á oft erindi heim til Íslands. „Tengingin við Ísland er mikil. Ég held ég verði á ferðinni í hverjum mánuði fram á vor,“ segir hann brosandi og kveðst til dæmis eiga konsert á lokatónleikum Myrkra músíkdaga um næstu mánaðamót. Hann vann tónsmíðakeppni Norrænna músíkdaga í Finnlandi 2013 með verki fyrir börn, byggðu á sögunni um Djáknann á Myrká, það verður flutt á sex skóla- og fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í febrúar. Síðasta vor fékk Hugi þriggja ára starfslaun frá danska ríkinu, þar sem eitt tónskáld var valið úr hverjum tónlistargeira. Það segir hann hafa verið óvænta viðurkenningu. „Ég reiknaði aldrei með að vera inni í myndinni af því ég er útlendingur,“ segir hann. „Eftir að ég hlaut styrkinn fékk ég pöntun um stærðarinnar óperu fyrir sjálfstætt starfandi kompaní sem heitir Öresundsóperan. Hún verður flutt í samstarfi við Hamletsenuna á leikhúshátíð í Hamletkastala í Helsingör í tilefni af 400 ára ártíð Shakespeare árið 2016. Ég hef alltaf nóg fyrir stafni.“
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira