Fer í tónleikaferð til Los Angeles og Japans Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2015 10:00 Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir er á leið í tveggja mánaða ferðalag. vísir/vilhelm „Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar. Tónlist Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar.
Tónlist Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira