Fer í tónleikaferð til Los Angeles og Japans Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2015 10:00 Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir er á leið í tveggja mánaða ferðalag. vísir/vilhelm „Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar. Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar.
Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira