Íslenski boltinn

Valur heldur áfram að safna liði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thelma Björk og Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, handsala samninginn.
Thelma Björk og Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals, handsala samninginn. mynd/valur
Valur heldur áfram að safna liði fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á næsta tímabili en í gær skrifaði Thelma Björk Einarsdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

Thelma, sem er 25 ára vinstri bakvörður, er uppalinn hjá Val en hefur leikið með Selfossi undanfarin tvö tímabil.

Thelma hefur bæði orðið Íslands- og bikarmeistari með Val og þá hefur hún leikið níu A-landsleiki fyrir Ísland. Thelma hefur alls leikið 83 leiki fyrir meistaraflokk Vals og skorað í þeim fjögur mörk.

Eftir slakt gengi undanfarin tvö ár er ljóst að Valur ætlar sér stóra hluti í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Valur hefur sankað að sér leikmönnum í vetur en auk Thelmu hafa systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rúna Sif Stefánsdóttir gengið til liðs við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×