Lítur vel út með aukatónleika Bieber Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:53 Miðalausir Bieber-aðdáendur þurfa ekki að örvænta alveg strax. vísir/getty Töluverðar líkur eru nú taldar á því að poppstjarnan Justin Bieber muni halda aukatónleika á Íslandi í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. Heimildir fréttastofu herma að þeir færu fram fimmtudaginn 8. september, degi fyrir tónleikana sem seldist upp á örskotsstundu um helgina.Sjá einnig: Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftímaÍ samtali við Vísi á laugardag sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, að það yrði að teljast langsótt að Bieber gæti haldið hér aukatónleika og að ekkert væri hægt að gera í slíkum tónleikum fyrr en í janúar –því „það eru allir komnir í jólafrí þarna úti,“ eins og hann orðaði það þá. „En út af þessari sprengju þá fórum við í þetta um helgina, náðum sambandi við hann úti og, ótrúlegt en satt, þá lítur þetta bara ágætlega út með aukatónleika,“ segir Ísleifur. Hann slær þó þann varnagla að ekki sé hægt að lofa neinu á þessari stundu en hann segist þó vongóður um að þetta hafist.Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina „Við erum bara á fleygiferð að reyna að klára þetta sem allra fyrst svo að megi staðfesta þetta á næstunni. Þetta lítur vel út og við erum vongóð um að þetta muni takast,“ segir Ísleifur. Þrátt fyrir að hann geti ekki staðfest við Vísi hvenær (mögulegir) aukatónleikar færu fram herma heimildir fréttastofu að þeir færu fram daginn áður, fimmtudaginn 8. september. Vísir hefur áður greint frá því að Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Löng biðröð eftir miðum á Bieber: Miðasala hófst í morgun Tæplega 10.000 miðar eru í boði en miðasalan hófst klukkan tíu. 19. desember 2015 10:00 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:32 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Töluverðar líkur eru nú taldar á því að poppstjarnan Justin Bieber muni halda aukatónleika á Íslandi í ljósi gríðarlegrar eftirspurnar. Heimildir fréttastofu herma að þeir færu fram fimmtudaginn 8. september, degi fyrir tónleikana sem seldist upp á örskotsstundu um helgina.Sjá einnig: Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftímaÍ samtali við Vísi á laugardag sagði Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, að það yrði að teljast langsótt að Bieber gæti haldið hér aukatónleika og að ekkert væri hægt að gera í slíkum tónleikum fyrr en í janúar –því „það eru allir komnir í jólafrí þarna úti,“ eins og hann orðaði það þá. „En út af þessari sprengju þá fórum við í þetta um helgina, náðum sambandi við hann úti og, ótrúlegt en satt, þá lítur þetta bara ágætlega út með aukatónleika,“ segir Ísleifur. Hann slær þó þann varnagla að ekki sé hægt að lofa neinu á þessari stundu en hann segist þó vongóður um að þetta hafist.Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina „Við erum bara á fleygiferð að reyna að klára þetta sem allra fyrst svo að megi staðfesta þetta á næstunni. Þetta lítur vel út og við erum vongóð um að þetta muni takast,“ segir Ísleifur. Þrátt fyrir að hann geti ekki staðfest við Vísi hvenær (mögulegir) aukatónleikar færu fram herma heimildir fréttastofu að þeir færu fram daginn áður, fimmtudaginn 8. september. Vísir hefur áður greint frá því að Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Löng biðröð eftir miðum á Bieber: Miðasala hófst í morgun Tæplega 10.000 miðar eru í boði en miðasalan hófst klukkan tíu. 19. desember 2015 10:00 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:32 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Löng biðröð eftir miðum á Bieber: Miðasala hófst í morgun Tæplega 10.000 miðar eru í boði en miðasalan hófst klukkan tíu. 19. desember 2015 10:00
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28
Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:32