Blatter reyndi ítrekað að tengja sig við Nelson Mandela Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 11:00 Sepp Blatter og Nelson Mandela. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín. FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, notaði athyglisverða aðferð til að verja sig á blaðamannafundi í höfuðstöðvum FIFA í dag en þar ræddi hann um átta ára bannið sem hann og Michel Platini voru dæmdir í fyrr í dag. Blatter reyndi aftur og aftur að tengja sig við Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, á þessum sögulega blaðamannfundi. Nelson Mandela er einn virtasti stjórnmálamaður heimssögunnar en hann lést í desember árið 2013. Blatter nefndi það í upphafi blaðamannafundarins að síðast þegar hann hélt blaðammafund í þessum sal hjá FIFA þá var hann þar með Nelson Mandela að kynna þau lönd sem sóttust eftir því að halda HM 2010. HM 2010 fór á endanum til Suður-Afríku og var þetta fyrsta heimsmeistaramótið sem var haldið í Afríku. „Herra Nelson Mandela var hérna með mér þennan dag og hann var þá að tala um manngæska," sagði Blatter í upphafi blaðamannafundarins. Blatter telur þessa herferð gegn sér vera mjög ósanngjarna því hann sé maður sem hafi aldrei tekið við pening sem hann hafi ekki unnið fyrir. „Það á að bera virðingu fyrir öllu fólki og ég segi það af því að slagorðið fyrir HM 2010 var mannúð og það var búið til af hinum mikla mannvini Herra Mandela," sagði Blatter. Sepp Blatter talaði líka um það að ef Bandaríkin hefðu fengið HM 2022 en ekki Katar þá stæði hann ekki í þessum sporum. Aftur kom Nelson Mandela við sögu þegar hann fór að tala um HM 2022. Blatter sagði þá frá samskiptum sínum við Nelson Mandela um það að nú þegar Afríka hafi fengið heimsmeistaramótið í fyrsta sinn þá ætti Arabíuheimurinn líka að fá að halda HM. Honum tókst því að koma því fram að hugmyndin að því að fara með HM til Arabíulands eins og Katar hafi upphaflega komið frá Mandela sjálfum. Blatter hafi því verið að fylgja ósk Herra Mandela en flestir eru á því að Katarmenn hafi keypt atkvæðin sín.
FIFA Tengdar fréttir Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34 Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37 Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. 21. desember 2015 10:34
Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni | Myndir Sepp Blatter, forseti FIFA, var í morgun dæmdur í átta ára bann frá öllum málum tengdum knattspyrnu en sama bann fékk Michael Platni, forseti UEFA. 21. desember 2015 09:37
Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. 21. desember 2015 09:00