BMW M4 GTS fór Nürburgring á 7:28 Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 16:25 Hinn þegar uppseldi BMW M4 GTS ofurbíll náði einum af bestu tímum sem náðst hefur á Nürburgring aksursbrautinni frægu sem flestir miða sig við. Með þessum tíma, 7 mínútum og 28 sekúndum, hefur þessi bíll náð einum af 40 bestu tímum sem þar hafa náðst og hann skýtur aftur fyrir sig bílum eins og Koenigsegg CCX, Ferrari 458 og Porsche 911 GT2 (árgerð 2008). BMW M4 GTS er með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og er skráð fyrir 500 hestöflum. Yfirbygging bílsins er smíðuð úr koltrefjum að hluta, pústkerfið er úr títanium málmi og mikið er lagt í þennan bíl að öllu leiti. Það var Jorg Weidinger sem er ábyrgur fyrir smíði undirvagns bílsins sem ók honum á þessum ágæta tíma og vafalaust myndi meiri atvinnumaður í keppnisakstri ná betri tíma. Hann segir að fjöðrunarbúnaður bílsins, loftflæði, frábær dekk og vinnuumhverfi ökumanns eigi ekki síður þátt en aflmikil vélin í hversu hratt megi aka honum í brautinni. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Hinn þegar uppseldi BMW M4 GTS ofurbíll náði einum af bestu tímum sem náðst hefur á Nürburgring aksursbrautinni frægu sem flestir miða sig við. Með þessum tíma, 7 mínútum og 28 sekúndum, hefur þessi bíll náð einum af 40 bestu tímum sem þar hafa náðst og hann skýtur aftur fyrir sig bílum eins og Koenigsegg CCX, Ferrari 458 og Porsche 911 GT2 (árgerð 2008). BMW M4 GTS er með 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum og er skráð fyrir 500 hestöflum. Yfirbygging bílsins er smíðuð úr koltrefjum að hluta, pústkerfið er úr títanium málmi og mikið er lagt í þennan bíl að öllu leiti. Það var Jorg Weidinger sem er ábyrgur fyrir smíði undirvagns bílsins sem ók honum á þessum ágæta tíma og vafalaust myndi meiri atvinnumaður í keppnisakstri ná betri tíma. Hann segir að fjöðrunarbúnaður bílsins, loftflæði, frábær dekk og vinnuumhverfi ökumanns eigi ekki síður þátt en aflmikil vélin í hversu hratt megi aka honum í brautinni.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent