Nýr Audi Q5 í 100 kg megrun Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2015 11:05 Audi Q5 af næstu kynslóð. Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Styttast fer í kynningu á nýrri kynslóð jepplingsins Audi Q5. Ytra útlit bílsins mun ekki breytast mikið, en hann verður þó aðeins stærri en forverinn. Þrátt fyrir það verður hann miklu léttari og munar þar 100 kílóum. Audi Q5 verður að hluta til með sama fjöðrunarkerfi og er í Porsche Macan og þeir sitja báðir á sama MQB-undirvagni. Með nýrri kynslóð Q5 ætlar Audi að bjóða RS-kraftaútgáfu bílsins sem verður öflugri en núveramndi SQ5. RS-útgáfan á að verða 400 hestöfl, með 5 strokka og 2,5 lítra vél með forþjöppu. Sú breyting verður einnig með nýrri kynslóð að ekki verður lebgur hægt að fá framhjóladrifna útgáfu Q5, allar gerðir hans verða fjórhjóladrifnar. Annað vélarúrval sem verður í boði í Q5 er 2,0 lítra TSI bensínvél, 252 hestöfl og 2,0 lítra TDI dísilvél, 190 hestöfl. Nýr Audi Q5 kemur á markað seint á næsta ári og hann verður líklega fyrst sýndur á bílasýningunni í París í október.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent