Njóta María Elísabet Bragadóttir skrifar 23. desember 2015 07:00 Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð. Ég kjarna mig í pökkuðum rúllustiga í Kringlunni. Ekki dropi af frústrasjón sem streymir um mínar útþöndu æðar. Sumir standa í undirbúningi allt árið. Ljúka pakkainnkaupum í apríl, sérpanta lífrænan gjafapappír í júlí. Merkimiðarnir eru skreyttar piparkökur, bakaðar í nóvember og hnýttar með silkiborða á aðventu. Hverjum pakka fylgir lítil frumsamin haika svo gjöfin sé ekki eintómur hégómi. Þrátt fyrir það eru þessir fullkomnunarsinnar á nálum allan desember. Friðlausir af ótta við að gleyma einhverju. Stundum kemur svo í ljós fyrir hádegi á Þorláksmessu að eitthvað smáatriði fór forgörðum. Tilneyddir gera þeir sér þá ferð ofan í bæ. Standa kófsveittir í mannmergðinni gráti næst af pirringi. Þeir hata stress. Fýlusvipurinn rótsterkur eins og Jesúbarnið sjálft hafi hlekkjað þá í árstíðarbundinn þrældóm. Skipulagsdýrðin snýst upp í gallsúra andhverfu sína. Vil ekki setja mig á háan hest en ég skil ekki þessa afstöðu. Hef verið að dóla mér á þessari jörð í rúma tvo áratugi. Á þeim tíma hefur mér lærst að njóta lífsins þegar aðrir örvænta. Angistin kikkar inn á miðnætti á Þorláksmessu. Ég á allt eftir og umfaðma þá æsilegu tilfinningu að vera á ystu nöf. Salt taugaveiklunartár slæðist inn í munnvikið og er svo jólalegt að það gæti nýst sem fylling í konfektmola. Teygi mig í velkt eintak af Séð og heyrt. Spekúlera í því hvort það sé of krumpað til að nýtast sem gjafapappír. Velti fyrir mér hvort tannþráður geti talist framúrstefnulegur gjafaborði. Finnst ég raunar aldrei hafa verið jafnmikið á lífi. Hyggst njóta þess til síðasta blóðdropa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Fyrir mér eru jólin tími kærleika, friðar, neyslu og síðast en ekki síst nautna. Hátíðarundirbúningur í ys og þys hins frjálsa hagkerfis er alveg himneskur fyrir manneskju eins og mig. Ég hvílist aldrei eins vel og í útsprengdri verslunarmiðstöð. Ég kjarna mig í pökkuðum rúllustiga í Kringlunni. Ekki dropi af frústrasjón sem streymir um mínar útþöndu æðar. Sumir standa í undirbúningi allt árið. Ljúka pakkainnkaupum í apríl, sérpanta lífrænan gjafapappír í júlí. Merkimiðarnir eru skreyttar piparkökur, bakaðar í nóvember og hnýttar með silkiborða á aðventu. Hverjum pakka fylgir lítil frumsamin haika svo gjöfin sé ekki eintómur hégómi. Þrátt fyrir það eru þessir fullkomnunarsinnar á nálum allan desember. Friðlausir af ótta við að gleyma einhverju. Stundum kemur svo í ljós fyrir hádegi á Þorláksmessu að eitthvað smáatriði fór forgörðum. Tilneyddir gera þeir sér þá ferð ofan í bæ. Standa kófsveittir í mannmergðinni gráti næst af pirringi. Þeir hata stress. Fýlusvipurinn rótsterkur eins og Jesúbarnið sjálft hafi hlekkjað þá í árstíðarbundinn þrældóm. Skipulagsdýrðin snýst upp í gallsúra andhverfu sína. Vil ekki setja mig á háan hest en ég skil ekki þessa afstöðu. Hef verið að dóla mér á þessari jörð í rúma tvo áratugi. Á þeim tíma hefur mér lærst að njóta lífsins þegar aðrir örvænta. Angistin kikkar inn á miðnætti á Þorláksmessu. Ég á allt eftir og umfaðma þá æsilegu tilfinningu að vera á ystu nöf. Salt taugaveiklunartár slæðist inn í munnvikið og er svo jólalegt að það gæti nýst sem fylling í konfektmola. Teygi mig í velkt eintak af Séð og heyrt. Spekúlera í því hvort það sé of krumpað til að nýtast sem gjafapappír. Velti fyrir mér hvort tannþráður geti talist framúrstefnulegur gjafaborði. Finnst ég raunar aldrei hafa verið jafnmikið á lífi. Hyggst njóta þess til síðasta blóðdropa.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun