Hólmfríður vildi prófa eitthvað nýtt en svarið var nei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 08:00 Hólmfríður Magnúsdóttir. Vísir/Getty Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir fær ekki að yfirgefa norska úrvalsdeildarliðið Avaldnes en hún hafði áhuga á því að losna undan síðasta ári samningsins. Hólmfríður átti mjög gott tímabil með Avaldnes sem náði sínum besta tímabili, varð í 2. sæti í bæði deild og bikar og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Hólmfríður var valin besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hún skoraði 15 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. „Ég hafði mikinn áhuga á því að breyta til. Nokkur lið á Íslandi og eitt í Bandaríkjunum sýndu mér áhuga og mér fannst ég þurfa nýja áskorun. Þetta verður fimmta tímabilið mitt hjá Avaldnes og ég hef gengið í gegnum ýmislegt þar, og sumt hefur verið erfitt andlega," sagði Hólmfríður í samtali við Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu. Hólmfríður er 31 árs gömul og spilaði í haust sinn hundraðasta A-landsleik. Hún hefur spilað með Avaldnes frá 2012 en þegar hún byrjaði í liðinu þá lék það í b-deildinni. Nú er Avaldnes aftur á móti orðið eitt besta lið Noregs. „Ég er búin að taka út pirringinn sem þessu fylgdi og ætla mér að klára þetta síðasta tímabil hjá félaginu með stæl," sagði Hólmfríður í fyrrnefndu viðtali og metnaðurinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að þurfa að spila áfram með Avaldnes. „Ég stefni að því að gera betur en áður, og verð tilbúin í það þegar æfingar hefjast 12. Janúar,“ sagði Hólmfríður við Víði. Auk þess að spila með Avaldnes hefur Hólmfríður einnig leikið með danska liðinu Fortuna Hjørring, sænska liðinu Kristianstads DFF og bandaríska liðinu Philadelphia Independence. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir fær ekki að yfirgefa norska úrvalsdeildarliðið Avaldnes en hún hafði áhuga á því að losna undan síðasta ári samningsins. Hólmfríður átti mjög gott tímabil með Avaldnes sem náði sínum besta tímabili, varð í 2. sæti í bæði deild og bikar og komst í Meistaradeildina í fyrsta sinn. Hólmfríður var valin besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hún skoraði 15 mörk í 23 leikjum í deild og bikar. „Ég hafði mikinn áhuga á því að breyta til. Nokkur lið á Íslandi og eitt í Bandaríkjunum sýndu mér áhuga og mér fannst ég þurfa nýja áskorun. Þetta verður fimmta tímabilið mitt hjá Avaldnes og ég hef gengið í gegnum ýmislegt þar, og sumt hefur verið erfitt andlega," sagði Hólmfríður í samtali við Víði Sigurðsson á Morgunblaðinu. Hólmfríður er 31 árs gömul og spilaði í haust sinn hundraðasta A-landsleik. Hún hefur spilað með Avaldnes frá 2012 en þegar hún byrjaði í liðinu þá lék það í b-deildinni. Nú er Avaldnes aftur á móti orðið eitt besta lið Noregs. „Ég er búin að taka út pirringinn sem þessu fylgdi og ætla mér að klára þetta síðasta tímabil hjá félaginu með stæl," sagði Hólmfríður í fyrrnefndu viðtali og metnaðurinn hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að þurfa að spila áfram með Avaldnes. „Ég stefni að því að gera betur en áður, og verð tilbúin í það þegar æfingar hefjast 12. Janúar,“ sagði Hólmfríður við Víði. Auk þess að spila með Avaldnes hefur Hólmfríður einnig leikið með danska liðinu Fortuna Hjørring, sænska liðinu Kristianstads DFF og bandaríska liðinu Philadelphia Independence.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn