Opel Insignia verður Buick Regal í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 15:52 Opel Insignia Country Tourer. Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent
Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent