HEKLA afhendir þrjú þúsundasta bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 18:30 Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, Sæmundur Bæringsson, söluráðgjafi Skoda ásamt Þórði Björnssyni, Lísbet Alexandersdóttur og syni þeirra. í dag, Þorláksmessu, afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1.300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti. „Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent
í dag, Þorláksmessu, afhenti HEKLA þrjú þúsundasta bílinn á árinu. Þórður Björnsson tók við lyklunum að metan- og bensínbílnum Skoda Octavia G-Tec af Gesti Benediktssyni sölustjóra Skoda. Skoda Octavia er í dag mest seldi bíllinn á Íslandi árið 2015 samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Skoda Octavia fæst með fjölbreyttum aflgjöfum og hægt er að velja á milli bensínbíls, dísilbíls og tvinnbílsins G-Tec sem er jafnvígur á metan og bensín. Helsti ávinningur af metanbílum er eldsneytisparnaðurinn en metan er eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur. Í Skoda Octavia G-Tec sameinast kostir metans og bensíns þar sem hann nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Hann hefur einnig mikla drægni, eða allt að 1.300 km á áfyllingu og hentar því vel fyrir fólk á faraldsfæti. „Skoda G-tec hefur átt miklum vinsældum að fagna frá því að hann var kynntur til leiks í vor enda frábær fyrir þá sem sækjast eftir umhverfisvænum og sparneytnum fararkosti. Kostir Skoda G-Tec eru fjölmargir. Hann er hljóðlátur og öruggur í akstri og heildstæður öryggispakki bílsins fékk 5 stjörnur í Euro NCAP árekstraprófunum. Skoda Octavia G-Tec er bíll sem hefur reynst viðskiptavinum okkar afar vel og það er mikil ánægja með hann. Metan er bæði umhverfis- og kostnaðarvænn eldsneytisgjafi og svo má líka leggja bílnum frítt í stæði,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent