Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:22 Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent
Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent