Seldu miða á Pallaballið án vitundar Páls Óskars: „Þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 15:56 Miðarnir sem seldir voru á Pallaballið en Páll Óskar birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hann að miðarnir sem eru líkt og þessi til hægri hafi verið seldir í forsölu án hans vitundar. mynd/Páll Óskar Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira