Seldu miða á Pallaballið án vitundar Páls Óskars: „Þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 15:56 Miðarnir sem seldir voru á Pallaballið en Páll Óskar birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hann að miðarnir sem eru líkt og þessi til hægri hafi verið seldir í forsölu án hans vitundar. mynd/Páll Óskar Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Miðar sem seldir voru í forsölu á ball Páls Óskars sem haldið var á Spot í Kópavogi á annan í jólum voru seldir án vitundar söngvarans. Páll Óskar segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þess vegna hafi fólksfjöldinn á ballinu farið yfir leyfileg mörk.Fjallað var um það á DV að mikil óánægja hafi verið með hversu mörgum hafi verið hleypt inn á Spot á laugardaginn. Kvaðst einn ballgestur aldrei hafa upplifað jafnmikinn troðning. Að því er Páll Óskar greinir frá var miðasölunni lokað klukkan 1.20 um nóttina en lögreglan kom á staðinn eftir að miðasölunni var lokað. Gerð var skýrsla um málið að því er fram kom í frétt DV og er haft eftir varðstjóra að þegar lögreglumenn hafi komið aftur á staðinn um nóttina „hafi verið búið að bæta verulega úr þrengslunum á staðnum.“ Páll Óskar spilaði til klukkan 4 um nóttina eins og til stóð og segir í færslu sinni að engum hafi verið hleypt inn á staðinn eftir klukkan 1.20. Þá hafi þeir sem óskuðu eftir því fengið endurgreitt á staðnum en síðan segir söngvarinn: „Nú er komið í ljós að fleiri aðgöngumiðar en mínir eigin voru í umferð. Ég prentaði sérhannaða númeraða miða fyrir þetta ball. Sumir gestir mættu á ballið með handskrifaða Spot miða þar sem á var skrifað „26. des 2105.“ Þeir höfðu verið seldir í forsölu á staðnum án minnar vitundar. Þetta varð til þess að fólksfjöldinn fór yfir leyfileg mörk í húsinu. Ég er bara þakklátur fyrir að engin slys urðu á fólki, það leið ekki yfir neinn, engin slagsmál brutust út og engum var hent út. Ef slíkt ástand brytist út í húsinu myndi ég stöðva ballið persónulega. Sem betur fer hefur ekki komið til þess í minni tíð. Ég vil biðja þá aðdáendur og ballgesti sem fannst þeir ekki njóta sín á ballinu innilegrar afsökunnar og ég mun kappkosta að slíkt gerist ekki aftur á minni vakt. Ég vil vara ballgesti mína við því að kaupa falsaða, handskrifða miða á þessi böll í framtíðinni. Það fer ekkert á milli mála hvaða miðar gilda á Pallaball. Hafandi sagt það, þá finnst mér að afsökunarbeiðnin ætti fyrst og fremst að koma frá Spot.“Jæja, elskurnar. Svona var upplifun mín á Pallaballinu á Spot. Allir syngjandi glaðir svo langt sem augað eygði. Ég...Posted by Páll Óskar (a.k.a. Paul Oscar) on Monday, 28 December 2015
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira