Rússnesk rúlletta á BMW M1 Coupe Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 09:56 Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent
Mörg snargeggjuð myndskeið af akstri í Rússlandi eru til á vefnum og hér kemur eitt enn. Hér sést hvar afar djarfur eigandi hins bráðskemmtilega BMW M1 Coupe þeytir honum um götur Moskvu. Óhætt er að segja að hann brjóti með djörfum akstri sínum flest umferðarlögin og á stundum minnir aksturinn á svigskíðamann glíma við brautarhliðin en í þessu tilviki eru þau aðrir bílar á ferð um borgina. Ekki verður þó annað sagt en að ökumaðurinn ráði vel við bíl sinn þar sem hann dansar milli annarra bíla og drifttækni hans er með ágætum. Að gera “kleinuhringi” innan um aðra bíla er þó kannski ekki neitt sem hægt er að mæla með í þungri umferð og úr verður lífshættulegur akstur og víst má vera að rússneska lögreglan væri til í að hafa hendur í hári þessa ökumanns. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent