Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Hér má sjá Manuelu klædda í kjólinn fræga þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/HH Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira