Ég leyfi mér að fullyrða að þetta er skemmtileg bók Magnús Guðmundsson skrifar 10. desember 2015 12:00 Páll Valsson rithöfundur og meðhöfundur Egils Ólafssonar að Egils sögum hafði ákaflega gaman af ferlinu að vinna þessa bók. Visir/Vilhelm Páll Valsson, rithöfundur og ritstjóri, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Árið 2009 hlaut Páll mikið lof fyrir bók sína Vigdís – kona verður forseti og að auki liggur eftir Pál fjöldi þýðinga og ritstjórn fjölda fræðirita og skáldverka. En nú fyrir jólin kveður við léttan og skemmtilegan tón í verkum Páls sem hefur sett saman sögu Egils Ólafssonar, tónlistarmanns og leikara, sem nánast hvert íslenskt mannsbarn þekkir. Bókin kallast Egils sögur – á meðan ég man og þar fara þeir félagar yfir ævi og starf Egils í léttu máli og myndum. Páll segir að hann hafi langað til þess að gera öðruvísi bók en hann hafi verið að fást við á síðustu árum. „Einhverja bók sem gæti verið ekki bara persónusaga heldur líka tíðarandasaga. Mig langaði líka til þess að kafa ofan í tónlistarsenuna á áttunda áratugnum sem var geysilega frjó og merkileg. Þegar maður fer að stúdera það þá verða fyrir manni hljómsveitir eins og Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkurinn og þær eiga allar einn samnefnara: Egil Ólafsson. Þegar bætist svo við að hann fer þarna inn í leikhúsin og er svo í annarri hverri bíómynd í íslenska kvikmyndavorinu, þá er ljóst að hann er ákveðinn lykilmaður í menningarlífi þessa tíma. En aðalatriðið er nú, sem ég hafði kynnst, að Egill er frábær sögumaður.Skipst á sögum í þrjú ár Þannig að við settumst niður og byrjuðum að tala saman. Erum búnir að tala saman í tvö, þrjú ár og úr verður þessi bók. Pælingin er líka sú að um leið og við segjum sögu Egils þá erum við líka að segja sögu tíðarandans. Sögur Egils endurspegla svo hann sjálfan. Þannig að pælingin er að eftir lestur bókarinnar sitji lesandinn eftir með góða tilfinningu fyrir persónunni og stemningu fyrir tímanum. Þetta er svona mósaíkmynd af persónu og tíma.“ Páll segir að þessi bók sé ekki þannig að kafað sé djúpt í einkalífið. „Auðvitað er komið inn á einkalífið og togstreituna sem myndast milli þess og bransans og það eru þarna sögur af alls kyns dóti í kringum það. En það kemur líka fram hvað mikið hefur breyst í þjóðlífinu. Egill er alinn upp við gamlan skipstjóra á heimilinu, afa hans og alnafna, sem vakti hann alltaf klukkan 5.30 á morgnana með „Ræs“. Þannig að hann var alltaf vaknaður fyrir allar aldir og mætir hálf vankaður í skólann, þetta er tími sem er horfinn. Tónlistarsenan hefur að sama skapi breyst alveg gríðarlega frá því að hann er að byrja í bílskúrshljómsveit með Hinum kornungu Glömpum, þá var einfaldlega allt annar mórall. En bókin er svo sannarlega ekki grafskrift, heldur portrett af listamanni sem hefur fengist við margt. Og ég leyfi mér að fullyrða að þetta er skemmtileg bók. Það er stundum vanmetið. Húmorinn fleytir mönnum nefnilega oft í gegnum hremmingar. En auðvitað er líka þarna alvarlegri undirtónn og átök bæði í listalífinu og einkalífinu.“Góður sagnamaður Páll segir að bókin sé þannig byggð upp að þeir félagar hafi orðið til skiptis. „Hann í fyrstu persónu og ég í þriðju. Ég tengi þetta svo og reyndi að finna jafnvægi í frásögnina. Þetta hefur óneitanlega verið öðruvísi vinna en ég hef verið í en það var einmitt ástæðan fyrir því að ég fór í þetta verkefni. Þetta var í senn ákveðin hvíld og feikilega skemmtilegt. Að tala við og skiptast á sögum við Egil Ólafsson í þrjú ár er ekki leiðinleg vinna. Ég vissi að Egill er ekki bara góður sagnamaður heldur blundaði í honum rithöfundur sem ég leiði þarna fram á sviðið. Slíkt fer ekki alltaf saman því sumir miklir snillingar í munnlegri frásagnarlist koma svo alls ekki orðunum á blað.“ Páll og Egill hafa á liðnum vikum farið víða að kynna bókina og Páll segir að það hafi nú verið ákaflega létt og skemmtilegt verk fyrir sig. „Ég er svona eins og rótari hjá Agli, kynni bókina og les kannski eitthvað smávegis en svo tekur performerinn við, les og leikur og syngur eins og enginn sé morgundagurinn. Það er rosaleg orka í honum. Við komum líka aðeins inn á þetta í bókinni, Egill hugsar vel um sig og passar upp á hljóðfærið sitt sem er röddin. Þetta er maður sem hefur verið samtals í sjö ár samfleytt á böllum, það er ansi langur tími. En eins og hann segir sjálfur þá er hann heppinn með stamínu og byggingarlag, stendur vel á sviðinu. Og nú er hann kominn á skútu og segir að hans byggingarlag falli vel að báti. Það er margt svona skemmtilegt sem streymir frá honum.“ Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Páll Valsson, rithöfundur og ritstjóri, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Árið 2009 hlaut Páll mikið lof fyrir bók sína Vigdís – kona verður forseti og að auki liggur eftir Pál fjöldi þýðinga og ritstjórn fjölda fræðirita og skáldverka. En nú fyrir jólin kveður við léttan og skemmtilegan tón í verkum Páls sem hefur sett saman sögu Egils Ólafssonar, tónlistarmanns og leikara, sem nánast hvert íslenskt mannsbarn þekkir. Bókin kallast Egils sögur – á meðan ég man og þar fara þeir félagar yfir ævi og starf Egils í léttu máli og myndum. Páll segir að hann hafi langað til þess að gera öðruvísi bók en hann hafi verið að fást við á síðustu árum. „Einhverja bók sem gæti verið ekki bara persónusaga heldur líka tíðarandasaga. Mig langaði líka til þess að kafa ofan í tónlistarsenuna á áttunda áratugnum sem var geysilega frjó og merkileg. Þegar maður fer að stúdera það þá verða fyrir manni hljómsveitir eins og Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkurinn og þær eiga allar einn samnefnara: Egil Ólafsson. Þegar bætist svo við að hann fer þarna inn í leikhúsin og er svo í annarri hverri bíómynd í íslenska kvikmyndavorinu, þá er ljóst að hann er ákveðinn lykilmaður í menningarlífi þessa tíma. En aðalatriðið er nú, sem ég hafði kynnst, að Egill er frábær sögumaður.Skipst á sögum í þrjú ár Þannig að við settumst niður og byrjuðum að tala saman. Erum búnir að tala saman í tvö, þrjú ár og úr verður þessi bók. Pælingin er líka sú að um leið og við segjum sögu Egils þá erum við líka að segja sögu tíðarandans. Sögur Egils endurspegla svo hann sjálfan. Þannig að pælingin er að eftir lestur bókarinnar sitji lesandinn eftir með góða tilfinningu fyrir persónunni og stemningu fyrir tímanum. Þetta er svona mósaíkmynd af persónu og tíma.“ Páll segir að þessi bók sé ekki þannig að kafað sé djúpt í einkalífið. „Auðvitað er komið inn á einkalífið og togstreituna sem myndast milli þess og bransans og það eru þarna sögur af alls kyns dóti í kringum það. En það kemur líka fram hvað mikið hefur breyst í þjóðlífinu. Egill er alinn upp við gamlan skipstjóra á heimilinu, afa hans og alnafna, sem vakti hann alltaf klukkan 5.30 á morgnana með „Ræs“. Þannig að hann var alltaf vaknaður fyrir allar aldir og mætir hálf vankaður í skólann, þetta er tími sem er horfinn. Tónlistarsenan hefur að sama skapi breyst alveg gríðarlega frá því að hann er að byrja í bílskúrshljómsveit með Hinum kornungu Glömpum, þá var einfaldlega allt annar mórall. En bókin er svo sannarlega ekki grafskrift, heldur portrett af listamanni sem hefur fengist við margt. Og ég leyfi mér að fullyrða að þetta er skemmtileg bók. Það er stundum vanmetið. Húmorinn fleytir mönnum nefnilega oft í gegnum hremmingar. En auðvitað er líka þarna alvarlegri undirtónn og átök bæði í listalífinu og einkalífinu.“Góður sagnamaður Páll segir að bókin sé þannig byggð upp að þeir félagar hafi orðið til skiptis. „Hann í fyrstu persónu og ég í þriðju. Ég tengi þetta svo og reyndi að finna jafnvægi í frásögnina. Þetta hefur óneitanlega verið öðruvísi vinna en ég hef verið í en það var einmitt ástæðan fyrir því að ég fór í þetta verkefni. Þetta var í senn ákveðin hvíld og feikilega skemmtilegt. Að tala við og skiptast á sögum við Egil Ólafsson í þrjú ár er ekki leiðinleg vinna. Ég vissi að Egill er ekki bara góður sagnamaður heldur blundaði í honum rithöfundur sem ég leiði þarna fram á sviðið. Slíkt fer ekki alltaf saman því sumir miklir snillingar í munnlegri frásagnarlist koma svo alls ekki orðunum á blað.“ Páll og Egill hafa á liðnum vikum farið víða að kynna bókina og Páll segir að það hafi nú verið ákaflega létt og skemmtilegt verk fyrir sig. „Ég er svona eins og rótari hjá Agli, kynni bókina og les kannski eitthvað smávegis en svo tekur performerinn við, les og leikur og syngur eins og enginn sé morgundagurinn. Það er rosaleg orka í honum. Við komum líka aðeins inn á þetta í bókinni, Egill hugsar vel um sig og passar upp á hljóðfærið sitt sem er röddin. Þetta er maður sem hefur verið samtals í sjö ár samfleytt á böllum, það er ansi langur tími. En eins og hann segir sjálfur þá er hann heppinn með stamínu og byggingarlag, stendur vel á sviðinu. Og nú er hann kominn á skútu og segir að hans byggingarlag falli vel að báti. Það er margt svona skemmtilegt sem streymir frá honum.“
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira