Viðskipti erlent

Lægsta verð á hrávöru í 16 ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Olíuverð hefur hríðfallið í ár.
Olíuverð hefur hríðfallið í ár.
Hrávöruverð hefur lækkað mikið á árinu. Í vikunni féll Hrávöruvísitala Bloomberg og hefur ekki mælst lægri síðan í júní árið 1999.

Of mikið framboð og of lítil eftirspurn hafa valdið verðhjöðnun á hrávörum. Á undanförnum dögum hefur verð á hrávörum, svo sem áli, stáli, og kopar, lækkað enn frekar. Greint var frá því í byrjun viku að hrávöruverð tunnu af olíu væri komið undir 40 dollara, í fyrsta sinn síðan í febrúar árið 2009.

Ástandið hefur ekki verið verra síðan í efnahagskreppunni 2008, og er talið að það fari versnandi. Lækkun hrávöruverðs hefur mikil áhrif á alþjóðaviðskipti en Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 200 stig í vikunni eftir að tilkynnt var um olíuverðið, auk niðurskurðar hjá námurisanum Anglo American. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×