Benz ásakar verkfræðing um stuld fyrir Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:35 Mercedes Benz Formúlu 1 bíll í keppni. Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent
Verkfræðinguinn Benjamin Hoyle, sem hætta mun störfum við þróun véla fyrir Formúlu 1 vélar Mercedes Benz til að starfa fyrir samkeppnisaðilann Ferrari hefur verið ásakaður um stuld á upplýsingum fyrir nýjan atvinnurekanda sinn, Ferrari. Mercedes Benz menn segja að kæra sé í undirbúningi og að Hoyle muni ekki komast upp með að stela upplýsingum fyrir samkeppnislið Mercedes Benz í Formúlu 1 keppninni. Sagt er að upplýsingarnar sem Hoyle á að hafa stolið séu um eldsneytisnýtni véla Mercedes Benz og þann skaða sem á þeim varð við akstur í Ungverska Grand Prix akstrinum í ár. Mercedes Benz ætlar ekki að kæra Ferrari fyrir þessa gjörð, heldur aðeins Benjamin Hoyle og ætlar Benz að koma í veg fyrir að Hoyle fái starf við neitt af Formúlu 1 liðum þeim sem keppa nú. Þessi ákæra er til vitnis um hve samkeppnin er hörð í þessari erfiðustu keppni akstursökumanna.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent