Förðun er eitt form tjáningar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 10. desember 2015 14:16 Jólaförðun. Lovísa er sérstaklega hrifin af gylltu í kringum augu og rauðum vörum. myndir/makeupbylovisa Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur nýlokið námi í förðunarfræðum en þar á undan kláraði hún stjórnmálafræði. Hún segir förðun miklu meira en bara tól til að gera sig fína og fjölbreytileikinn sé allsráðandi.„Ég lærði förðun hjá snillingunum í Reykjavík Make up School. Metnaður þeirra í garð nemenda er aðdáunarverður og ég sé ekki eftir að hafa valið þann skóla,“ segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, nýútskrifaður förðunarfræðingur og forfallin áhugamanneskja um förðun.Lovísa er einnig stjórnmálafræðingur og segir stjórnmál og förðun fara vel saman. „Stjórnmálafræði er hálfgerð samfélagsfræði. Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar og það getur komið sér vel þegar kúnnar koma í förðun, það er auðvelt að finna eitthvað til að tala um. Ég fæ útrás á Snapchat-aðganginum mínum um förðun svo vinir mínir í háskólanum þurfa ekki að hlusta á mig blaðra endalaust um förðunar- og snyrtivörur,“ segir Lovísa sposk en hún stundar nú nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við HÍ.Fylgjast má með förðun Lovísu á öllum helstu samfélagsmiðlum undir makeupbylovisa. En hvað er svona heillandi við förðun? „Förðun er svo miklu meira en bara tól til þess að gera sig fína, förðun er tjáningarleið og í dag er mikið svigrúm fyrir fjölbreytileika. Ég er sjálf mikið kameljón, get verið óförðuð marga daga í röð og mætt svo allt í einu með svartan varalit í skólann. Það er mikilvægt að vera bara maður sjálfur. Ég er líka ánægð með að fleiri og fleiri karlmenn koma sér á framfæri í förðunarheiminum, bæði sem förðunarfræðingar og svo þeir sem farða sig dags daglega og búa til myndbönd á YouTube.“Varst þú krakkinn sem stalst í snyrtidótið hennar mömmu? „Mamma átti aldrei mikið af snyrtidóti. Hún er svo náttúrulega falleg og frískleg. Líklega var það stjúpmóðir mín sem kom mér fyrst á bragðið þegar ég var unglingur, en það eru 10 ár á milli okkar í aldri og þegar ég var yngri var hún oft að taka sig til um helgar með alls konar litríku dóti. Síðustu ár hef ég verið að prófa mig áfram og stigið mörg feilspor en alltaf lært af þeim. Alls konar „special effect“-förðun heillar mig upp úr skónum þessa dagana, ég man varla skemmtilegri daga en þegar ég var að farða fyrir hrekkjavöku núna í október.“ Er einhver förðun í uppáhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af dökku smokey, mér finnst það svo seiðandi og kynþokkafull förðun. En ég get ekki sleppt því að minnast á gyllta augnförðun og rauðar varir, klassískt lúkk. Sagan segir líka að það sé jólaförðunin í ár.“Áttu einhverja uppáhalds förðunargræju? „BeautyBlender. Þessi undrasvampur er dásamlegt tól til þess að koma í veg fyrir rákir eftir bursta.“ Ef þú hefðir bara 5 mínútur fyrir galaveislu? „Ég myndi svitna og ofanda fyrstu 30 sekúndurnar. Í mókinu myndi ég laga augabrúnirnar, setja á mig léttan farða og skyggja andlitið og velja rauðan, fljótandi, mattan varalit. Svo maskari og stök augnhár til þess að fá smá náttúrulegan væng … Eru fimm mínútur liðnar?“ Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur nýlokið námi í förðunarfræðum en þar á undan kláraði hún stjórnmálafræði. Hún segir förðun miklu meira en bara tól til að gera sig fína og fjölbreytileikinn sé allsráðandi.„Ég lærði förðun hjá snillingunum í Reykjavík Make up School. Metnaður þeirra í garð nemenda er aðdáunarverður og ég sé ekki eftir að hafa valið þann skóla,“ segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, nýútskrifaður förðunarfræðingur og forfallin áhugamanneskja um förðun.Lovísa er einnig stjórnmálafræðingur og segir stjórnmál og förðun fara vel saman. „Stjórnmálafræði er hálfgerð samfélagsfræði. Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar og það getur komið sér vel þegar kúnnar koma í förðun, það er auðvelt að finna eitthvað til að tala um. Ég fæ útrás á Snapchat-aðganginum mínum um förðun svo vinir mínir í háskólanum þurfa ekki að hlusta á mig blaðra endalaust um förðunar- og snyrtivörur,“ segir Lovísa sposk en hún stundar nú nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við HÍ.Fylgjast má með förðun Lovísu á öllum helstu samfélagsmiðlum undir makeupbylovisa. En hvað er svona heillandi við förðun? „Förðun er svo miklu meira en bara tól til þess að gera sig fína, förðun er tjáningarleið og í dag er mikið svigrúm fyrir fjölbreytileika. Ég er sjálf mikið kameljón, get verið óförðuð marga daga í röð og mætt svo allt í einu með svartan varalit í skólann. Það er mikilvægt að vera bara maður sjálfur. Ég er líka ánægð með að fleiri og fleiri karlmenn koma sér á framfæri í förðunarheiminum, bæði sem förðunarfræðingar og svo þeir sem farða sig dags daglega og búa til myndbönd á YouTube.“Varst þú krakkinn sem stalst í snyrtidótið hennar mömmu? „Mamma átti aldrei mikið af snyrtidóti. Hún er svo náttúrulega falleg og frískleg. Líklega var það stjúpmóðir mín sem kom mér fyrst á bragðið þegar ég var unglingur, en það eru 10 ár á milli okkar í aldri og þegar ég var yngri var hún oft að taka sig til um helgar með alls konar litríku dóti. Síðustu ár hef ég verið að prófa mig áfram og stigið mörg feilspor en alltaf lært af þeim. Alls konar „special effect“-förðun heillar mig upp úr skónum þessa dagana, ég man varla skemmtilegri daga en þegar ég var að farða fyrir hrekkjavöku núna í október.“ Er einhver förðun í uppáhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af dökku smokey, mér finnst það svo seiðandi og kynþokkafull förðun. En ég get ekki sleppt því að minnast á gyllta augnförðun og rauðar varir, klassískt lúkk. Sagan segir líka að það sé jólaförðunin í ár.“Áttu einhverja uppáhalds förðunargræju? „BeautyBlender. Þessi undrasvampur er dásamlegt tól til þess að koma í veg fyrir rákir eftir bursta.“ Ef þú hefðir bara 5 mínútur fyrir galaveislu? „Ég myndi svitna og ofanda fyrstu 30 sekúndurnar. Í mókinu myndi ég laga augabrúnirnar, setja á mig léttan farða og skyggja andlitið og velja rauðan, fljótandi, mattan varalit. Svo maskari og stök augnhár til þess að fá smá náttúrulegan væng … Eru fimm mínútur liðnar?“
Jólafréttir Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“