Graskerssúpa Rikka skrifar 11. desember 2015 15:00 visir/RósaGuðbjarts Graskerssúpa Grasker eru ekki beint algeng á borðum landsmanna. Helst að stóru graskerin hafi verið flutt inn og fengist í verslunum hérlendis í október og nóvember í kringum hrekkjavöku- og þakkargjarðarhátíðirnar útlensku sem Íslendingar hafa í vaxandi mæli farið að halda upp á. En sú tegund graskerja sem algengust er í matargerð er svokallað „butternut squash” sem er mun minna en þau stóru og öðruvísi í laginu. Þau hafa á undanförnum árum einnig fengist í sumum verslunum hérlendis og fólk að byrja að fikra sig áfram við notkun þeirra. Eftir eldun minnir það nokkuð á sætar kartöflur en graskerið er gott bakað í ofni sem meðlæti, í pottrétti, salöt og ýmislegt annað. Og síðast en ekki síst í súpur. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, sneiddur 1 epli, skrælt og skorið í bita 1 tsk. rósmarín þurrkað eða 1 msk. ferskt 1 tsk. kanilduft 700 g grasker(butternut squash), skrælt og skorið í bita 750 ml grænmetissoð salt og pipar Meðlæti og skraut ristuð graskersfræ léttþeyttur rjómi eða sýrður rjómi, ef vill 1. Mýkið lauk og epli í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið síðan rósmarín og kanildufti vel saman við. 3. Bætið síðan graskeri út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Saltið og piprið. 4. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt og fulleldað. 5. Takið af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til verður slétt og mjúk. Ef þið viljið þynna súpuna bætið þá aðeins við grænmetissoði eða vatni. Smakkið til og bætið í kryddið að smekk. 6. Berið fram með ristuðum graskersfræjum og rjóma ef vill. Tilbreyting Gott er að bæta einni lítilli dós af kókosmjólk saman við súpuna og um 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi. Engiferið er þá sett í grunninn strax í upphafi með lauknum og kókosmjólkinni bætt út í við lok suðutímans. Minnkið þá grænmetissoðið í súpunni um 100 ml. Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Graskerssúpa Grasker eru ekki beint algeng á borðum landsmanna. Helst að stóru graskerin hafi verið flutt inn og fengist í verslunum hérlendis í október og nóvember í kringum hrekkjavöku- og þakkargjarðarhátíðirnar útlensku sem Íslendingar hafa í vaxandi mæli farið að halda upp á. En sú tegund graskerja sem algengust er í matargerð er svokallað „butternut squash” sem er mun minna en þau stóru og öðruvísi í laginu. Þau hafa á undanförnum árum einnig fengist í sumum verslunum hérlendis og fólk að byrja að fikra sig áfram við notkun þeirra. Eftir eldun minnir það nokkuð á sætar kartöflur en graskerið er gott bakað í ofni sem meðlæti, í pottrétti, salöt og ýmislegt annað. Og síðast en ekki síst í súpur. 1 msk. ólífuolía eða smjör 1 laukur, sneiddur 1 epli, skrælt og skorið í bita 1 tsk. rósmarín þurrkað eða 1 msk. ferskt 1 tsk. kanilduft 700 g grasker(butternut squash), skrælt og skorið í bita 750 ml grænmetissoð salt og pipar Meðlæti og skraut ristuð graskersfræ léttþeyttur rjómi eða sýrður rjómi, ef vill 1. Mýkið lauk og epli í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið síðan rósmarín og kanildufti vel saman við. 3. Bætið síðan graskeri út í og hellið grænmetissoðinu saman við. Saltið og piprið. 4. Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt og fulleldað. 5. Takið af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota eða í blandara þar til verður slétt og mjúk. Ef þið viljið þynna súpuna bætið þá aðeins við grænmetissoði eða vatni. Smakkið til og bætið í kryddið að smekk. 6. Berið fram með ristuðum graskersfræjum og rjóma ef vill. Tilbreyting Gott er að bæta einni lítilli dós af kókosmjólk saman við súpuna og um 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi. Engiferið er þá sett í grunninn strax í upphafi með lauknum og kókosmjólkinni bætt út í við lok suðutímans. Minnkið þá grænmetissoðið í súpunni um 100 ml.
Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira