Innlent

Komið verði á fót embætti umboðsmanns flóttamanna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir vísir/gva
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í morgun. Nefni hún að síðasta sólarhring hefði þingmönnum borist þúsundir bréfa frá almenningi vegna meðferðar á málefnum flóttamanna en mikið hefur verið fjallað um tvær albanskar fjölskyldur sem sendar voru úr landi í fyrrnótt ásamt fleirum sem sótt hefðu hér um hæli.

Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni

Málið hefur vakið mikla reiði í samfélaginu og sagði Ólína það ljóst að gjá væri að myndast á milli stjórnvalda og almenningsálitsins. Þá sættu stofnanir mikilli gagnrýni vegna meðferðar í einstökum málum og sagði Ólína það augljóst að halda þyrfti betur utan um málefni flóttamanna. Velti hún því upp hvernig þingið gæti komið þar að.

 

„Hér virðist vera það á ferðinni að það þarf að gæta betur að hagsmunum flóttamanna, leiðbeina þeim betur og aðstoða, en það hlutverk er sem stendur á hendi dreifðra aðila úti í samfélaginu,“ sagði Ólína og sagði þingið geta komið að því að bæta þetta.

„Ég held að það sem þingið getur lagt fram til bóta í þessu máli sé að leggja til stofnun umboðsmanns flóttamanna. Ég held að það sé tímabært að hafa á einni hendi þeirra hagsmuni, leiðbeina þeim og aðstoða í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×