Jaguar Land Rover eyðir 200 milljörðum í verksmiðju í Slóvakíu Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 15:37 Jaguar og Land Rover bílar í Slóvakíu. Autoblog Jaguar Land Rover ætlar að byggja nýja verksmiðju í Slóvakíu við litla hrifningu margra Breta. Hún mun kosta skildinginn og þarf JRL að punga út 200 milljörðum króna til uppbyggingar hennar. Í henni á að vera hægt að framleiða 150.000 bíla á ári, eða meira en tíu sinnum fleiri bíla en seljast hér samtals á þessu ári. Í henni munu vinna 2.800 manns og víst er að yfirvöld í Slóvakíu kunna JLR þakkir fyrir að velja landið sem vettvang fyrir framleiðslu sína. JLR hefur ekki enn gefið upp hvaða bílar fyrirtækisins verða smíðaðir þar en hafa þó upplýst að þar verði smíðaður bíll að mestu úr áli og að það verði ný bílgerð. Til stendur að hefja framleiðslu í þessari verksmiðju árið 2018, en JLR hefur einnig gefið upp áður að nýr Land Rover Defender komi það ár, svo aldrei er að vita hvort það sé ekki einmitt fyrsti bíllinn sem framleiddur verður í þessari nýju verksmiðju. Til greina kom að reisa þessa nýju verksmiðju í Bandaríkjunum, en Slóvakía varð ofaná og líklegt er að lægri laun í því landi eigi hluta af skýringunni. JLR opnaði nýja vélaverksmiðju í Bretlandi á síðasta ári og samsetningarverksmiðju í Kína líka. Síðan er ein önnu verksmiðja áætluð í Brasilíu, en hún er ekki tilbúin til framleiðslu enn. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent
Jaguar Land Rover ætlar að byggja nýja verksmiðju í Slóvakíu við litla hrifningu margra Breta. Hún mun kosta skildinginn og þarf JRL að punga út 200 milljörðum króna til uppbyggingar hennar. Í henni á að vera hægt að framleiða 150.000 bíla á ári, eða meira en tíu sinnum fleiri bíla en seljast hér samtals á þessu ári. Í henni munu vinna 2.800 manns og víst er að yfirvöld í Slóvakíu kunna JLR þakkir fyrir að velja landið sem vettvang fyrir framleiðslu sína. JLR hefur ekki enn gefið upp hvaða bílar fyrirtækisins verða smíðaðir þar en hafa þó upplýst að þar verði smíðaður bíll að mestu úr áli og að það verði ný bílgerð. Til stendur að hefja framleiðslu í þessari verksmiðju árið 2018, en JLR hefur einnig gefið upp áður að nýr Land Rover Defender komi það ár, svo aldrei er að vita hvort það sé ekki einmitt fyrsti bíllinn sem framleiddur verður í þessari nýju verksmiðju. Til greina kom að reisa þessa nýju verksmiðju í Bandaríkjunum, en Slóvakía varð ofaná og líklegt er að lægri laun í því landi eigi hluta af skýringunni. JLR opnaði nýja vélaverksmiðju í Bretlandi á síðasta ári og samsetningarverksmiðju í Kína líka. Síðan er ein önnu verksmiðja áætluð í Brasilíu, en hún er ekki tilbúin til framleiðslu enn.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent