Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2015 04:11 Gunnar Nelson tapaði öðru sinni í UFC í kvöld þegar hann lá í valnum gegn Brasilíumanninum Demian Maia á dómaraúrskurði sem var einróma og afgerandi. Maia sannaði í kvöld að hann er besti gólfglímumaðurinn í UFC og var einfaldlega of stór biti fyrir Gunnar.Í spilaranum hér að ofan geturðu séð bardagann í heild sinni og lýsingu þeirra Dóra DNA og Bubba Morthens. Eins og búist var við reyndi Maia að koma Gunnari í gólfið um leið og bardaginn hófst. Sú áætlun gekk fullkomlega upp hjá Maia sem sýndi mikla yfirburði gegn Gunnari í gólfinu. Bardaginn var í gólfinu nær allan tímann þar sem Maia var í yfirburðarstöðu nánast frá upphafi til enda. Ef hann var ekki með Gunnar í lás var hann að berja hann sundur og saman. Fyrir þriðju og síðustu lotuna var Maia búinn að landa 114 höfuðhöggum og þau urðu bara fleiri. Gunnar náði aldrei að beita sér standandi og reyna að rota Maia því Brasilíumaðurinn felldi hann í byrjun hverrar lotu og byrjaði að vinna í honum í gólfinu. Tapið er ákveðið áfall fyrir Gunnar sem var að nálgast titilbardaga. Maia aftur á móti sýndi að það er enn mikið í hann spunnið þó hann sé orðinn 38 ára. Eftir bardagann bað hann menn um meiri virðingu og kallaði eftir ákveðnum mótherja næst. Vísir var með beina lýsingu frá bardagakvöldinu í Las Vegas sem má lesa hér. MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Gunnar Nelson tapaði öðru sinni í UFC í kvöld þegar hann lá í valnum gegn Brasilíumanninum Demian Maia á dómaraúrskurði sem var einróma og afgerandi. Maia sannaði í kvöld að hann er besti gólfglímumaðurinn í UFC og var einfaldlega of stór biti fyrir Gunnar.Í spilaranum hér að ofan geturðu séð bardagann í heild sinni og lýsingu þeirra Dóra DNA og Bubba Morthens. Eins og búist var við reyndi Maia að koma Gunnari í gólfið um leið og bardaginn hófst. Sú áætlun gekk fullkomlega upp hjá Maia sem sýndi mikla yfirburði gegn Gunnari í gólfinu. Bardaginn var í gólfinu nær allan tímann þar sem Maia var í yfirburðarstöðu nánast frá upphafi til enda. Ef hann var ekki með Gunnar í lás var hann að berja hann sundur og saman. Fyrir þriðju og síðustu lotuna var Maia búinn að landa 114 höfuðhöggum og þau urðu bara fleiri. Gunnar náði aldrei að beita sér standandi og reyna að rota Maia því Brasilíumaðurinn felldi hann í byrjun hverrar lotu og byrjaði að vinna í honum í gólfinu. Tapið er ákveðið áfall fyrir Gunnar sem var að nálgast titilbardaga. Maia aftur á móti sýndi að það er enn mikið í hann spunnið þó hann sé orðinn 38 ára. Eftir bardagann bað hann menn um meiri virðingu og kallaði eftir ákveðnum mótherja næst. Vísir var með beina lýsingu frá bardagakvöldinu í Las Vegas sem má lesa hér.
MMA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira