Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. desember 2015 19:13 Fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, var vísað á brott í vikunni. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að nefndin muni skoða hvort tvær albanskar fjölskyldur hafi fengið rangar upplýsingar, sem leitt hafi til þess að þær hafi dregið kærur sína til baka áður en úrskurðarnefndin fjallaði um þær. Í viðtali í fréttum RÚV í kvöld sagði annar fjölskyldufaðirinn að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að afturkalla ákvörðun Útlendingastofnunar og bjóða fjölskyldum tveggja langveikra drengja, Arjans og Kevi, sem vísað var á brott í vikunni að snúa aftur til Íslands. Þá hefur verið efnt til mótmæla gegn brottvísuninni á Austurvelli klukkan fimm á þriðjudag.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu ÚtlendingastofnunarKomið hefur fram að fjölskyldunum var synjað um hæli. Þær kærðu synjunina til úrskurðarnefndar en drógu kæruna til baka áður en úrskurður gekk. Í fréttum RÚV í kvöld sagði faðir Kevi að lögmaður fjölskyldunnar hefði ráðlagt þeim að draga kæruna til baka því litlar líkur væru á að niðurstaðan yrði jákvæð.Viljum að fólk noti úrskurðarnefndinaUnnur Brá segir ráðherra ekki hafa vald til að blanda sér i málið eftir að lögum var breytt. Allsherjarnefnd Alþingis beri ábyrgð á því að hafa komið lagabreytingu varðandi sjálfstæði úrskurðarnefndarinnar í gegnum þingið. „Við þurfum að fara í gegnum það hvort það er eitthvað í kerfinu sem gerir það að verkum að fólk lætur ekki reyna á réttindi sín,” segir hún.Sjá einnig: Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnaHún bendir á að þingið hafi ekki verið að búa til sjálfstæða úrskurðarnefnd nema til þess að fólk gæti notað hana og látið reyna á réttindi sín. Það sé nauðsynlegt að fá málin inn á borð nefndarinnar svo hún getii túlkað löggjöfina enn dýpra og látið reyna á til dæmis mannúðarástæður. Hún segist ætla að ræða við forseta þingsins strax á mánudag, varðandi fundartíma en einungis eru fáeinir dagar til stefnu eigi að ná að koma málinu að fyrir jól. En hafi mistök verið gerð í kerfinu eða gefnar rangar upplýsingar, kemur til greina að hennar mati að fara fram á stofnunin láti sækja fjölskyldurnar til Albaníu? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvort það hafi verið gerð mistök, án þess að ég hafi nein gögn í málinu. Við skulum bara sjá hvað setur og sjá hvað við getum gert,” segir Unnur Brá Konráðsdóttir.Mann langar að fara að grenja. Faðir Kevis upplýsir í viðtali á Ríkisútvarpinu að það hafi verið svokallaður lögmaður þ...Posted by Illugi Jökulsson on 13. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00