Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Bjarki Ármannsson skrifar 13. desember 2015 22:15 Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu. Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00