Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Bjarki Ármannsson skrifar 13. desember 2015 22:15 Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu. Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00