Fjarvera Will Smith í framhaldinu af Independence Day útskýrð Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 15:07 Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith. Vísir/Youtube Aðdáendur Independence Day-myndarinnar frá árinu 1996 tóku andköf í gær þegar kvikmyndaverið 20th Century Fox frumsýndi stikluna fyrir framhaldsmyndina Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Geimverurnar mæta aftur til jarðarinnar tvíefldar og bálillar eftir stríðið mikla árið 1996 í þessari mynd og mun reyna á alla kænsku jarðarbúa til að vinna bug á þessum óvini.Margir urðu þó vonsviknir að sjá ekki Will Smith í stiklunni sem Steve Hiller sem átti stóran þátt í því að vinna bug á innrásarher geimveranna árið 1996. Það hafði legið fyrir í töluverðan tíma að Will Smith hafði hafnað þátttöku í þessari mynd. Hann var í fyrstu áhugasamur um framhaldið en eftir að hafa leikið í kvikmyndinni After Earth, sem kom út árið 2013 og gekk afar illa, missti Smith áhugann á vísindaskáldskap. Miðað við hversu áberandi Steven Hiller var í fyrri myndinni var ljóst að ekki var hægt að leggja í framhald án þess að útskýra fjarveru hans.Sjá einnig: Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence dayHafa framleiðendur myndarinnar sett í loftið heimasíðuna War of 1996 þar sem er farið yfir atburðina sem áttu sér stað á þeim tveimur áratugum sem liðu á milli fyrstu myndarinnar og framhaldsins sem er væntanlegt í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Á síðunni kemur fram að í nóvember árið 1997 var enduruppbyggingin komin vel á veg eftir stríðið mikla árið 1996. Búið var að yfirbuga flestar geimverurnar , fyrir utan lítinn andstöðuhóp á afskekktu svæði í Kongó.Mars árið 1998: Leiðtogar heimsins leggja til hliðar allar deilur og í framhaldinu er stofnuð stofnuð alþjóðleg varnarmálastofnun sem fylgist grannt með grunsamlegum ferðum í geimnum og undirbýr varnir jarðarinnar ef að til annarrar innrásar.Í ágúst árið 1999 nær mannkynið að innleiða varnarbúnað geimveranna í orustuþoturnar sínar. Í framhaldinu er smíðuð nokkurskonar tvinnþota sem sameinar kosti orustuþotu og loftför geimveranna. Og þá er komið að örlögum Stevens Hiller, sem Will Smith lék, en hann fórst í reynsluflugi á þessari nýju tvinnþotu í apríl árið 2007. Tvinnþotan var þó ekki eina tækniframförin sem mannkynið fékk frá geimverunum því samkvæmt því sem kemur fram á síðunni War of 1996 þá voru snjallsímarnir, drónar og líkamsskannar á flugvöllum fengnir frá geimverunum. Þeir sem eru hvað spenntastir fyrir frumsýningu myndarinnar geta því drepið tímann fram að frumsýningardeginum í júní á næsta ári inni á þessari síðu. Síðan verðum við mannfólkið einfaldlega að vona að geimverurnar séu ekki komnar með vírusvörn í þetta skiptið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. 13. desember 2015 21:59 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Aðdáendur Independence Day-myndarinnar frá árinu 1996 tóku andköf í gær þegar kvikmyndaverið 20th Century Fox frumsýndi stikluna fyrir framhaldsmyndina Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Geimverurnar mæta aftur til jarðarinnar tvíefldar og bálillar eftir stríðið mikla árið 1996 í þessari mynd og mun reyna á alla kænsku jarðarbúa til að vinna bug á þessum óvini.Margir urðu þó vonsviknir að sjá ekki Will Smith í stiklunni sem Steve Hiller sem átti stóran þátt í því að vinna bug á innrásarher geimveranna árið 1996. Það hafði legið fyrir í töluverðan tíma að Will Smith hafði hafnað þátttöku í þessari mynd. Hann var í fyrstu áhugasamur um framhaldið en eftir að hafa leikið í kvikmyndinni After Earth, sem kom út árið 2013 og gekk afar illa, missti Smith áhugann á vísindaskáldskap. Miðað við hversu áberandi Steven Hiller var í fyrri myndinni var ljóst að ekki var hægt að leggja í framhald án þess að útskýra fjarveru hans.Sjá einnig: Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence dayHafa framleiðendur myndarinnar sett í loftið heimasíðuna War of 1996 þar sem er farið yfir atburðina sem áttu sér stað á þeim tveimur áratugum sem liðu á milli fyrstu myndarinnar og framhaldsins sem er væntanlegt í kvikmyndahús í júní á næsta ári. Á síðunni kemur fram að í nóvember árið 1997 var enduruppbyggingin komin vel á veg eftir stríðið mikla árið 1996. Búið var að yfirbuga flestar geimverurnar , fyrir utan lítinn andstöðuhóp á afskekktu svæði í Kongó.Mars árið 1998: Leiðtogar heimsins leggja til hliðar allar deilur og í framhaldinu er stofnuð stofnuð alþjóðleg varnarmálastofnun sem fylgist grannt með grunsamlegum ferðum í geimnum og undirbýr varnir jarðarinnar ef að til annarrar innrásar.Í ágúst árið 1999 nær mannkynið að innleiða varnarbúnað geimveranna í orustuþoturnar sínar. Í framhaldinu er smíðuð nokkurskonar tvinnþota sem sameinar kosti orustuþotu og loftför geimveranna. Og þá er komið að örlögum Stevens Hiller, sem Will Smith lék, en hann fórst í reynsluflugi á þessari nýju tvinnþotu í apríl árið 2007. Tvinnþotan var þó ekki eina tækniframförin sem mannkynið fékk frá geimverunum því samkvæmt því sem kemur fram á síðunni War of 1996 þá voru snjallsímarnir, drónar og líkamsskannar á flugvöllum fengnir frá geimverunum. Þeir sem eru hvað spenntastir fyrir frumsýningu myndarinnar geta því drepið tímann fram að frumsýningardeginum í júní á næsta ári inni á þessari síðu. Síðan verðum við mannfólkið einfaldlega að vona að geimverurnar séu ekki komnar með vírusvörn í þetta skiptið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. 13. desember 2015 21:59 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýja stiklan fyrir Independence Day: Resurgence er stórkostleg Geimverurnar eru mættar aftur og þær virðast vera brjálaðar. 13. desember 2015 21:59