Geimverurnar mæta bálillar til baka í framhaldi Independence day Birgir Olgeirsson skrifar 24. júní 2015 00:02 Hvíta húsið í Bandaríkjunum fékk að finna fyrir því í fyrri myndinni. Vísir/Imdb.com Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum. Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Risaeðlukvikmynd er stærsta mynd ársins, ný mynd um Tortímandann á leiðinni og X-Files þáttaröð í bígerð. Þetta hljómar allt mjög kunnuglega og voru þessari sögur sagðar tíunda áratug síðustu aldar sem er að sjálfsögðu löngu liðinn. Það sér þó ekki fyrir endann á fortíðarþrá bandarískra kvikmyndagerðarmanna enda mala endurgerðir þessara risamynda frá tíunda áratugnum gull í miðasölu kvikmyndahúsa og nú er ein slík risaendurgerð á leiðinni. Það er framhaldsmynd Independence Day, stærstu myndar ársins 1996, sem hefur fengið nafnið Independence Day: Resurgence (Endurvakningin). Myndin er væntanleg í kvikmyndahús í júní á næsta ári en nú þegar er komin lýsing á söguþræði myndarinnar.Lesendum, sem vilja ekkert vita um þessa mynd áður en hún kemur í kvikmyndahús á næsta ári, er bent á að láta staðar numið og lesa ekki lengra því næsta málsgrein mun gefa ýmislegt upp um söguþráðinn, en þó alls ekki söguna alla.Jeff Goldblum mætir aftur í framhaldsmyndinni en ekki Will Smith.„Við vissum alltaf að þær kæmu aftur,“ segir í lýsingunni en framhaldsmyndin er sögð bjóða upp á mikið sjónarspila á áður óþekktum skala. Með aðstoð framandi tækni, sem mannfólkið komst yfir eftir átökin við geimverurnar í fyrri myndinni, hafa þjóðir heimsins myndað ógnarsterkt varnarbandalag til að verja jörðina fyrir innrás. „En ekkert gat undirbúið okkur fyrir styrk þróaðs herafla geimveranna. Aðeins hugvit hugrakkra karla og kvenna getur bjargað plánetunni okkar í þetta skiptið.“ Margir þeirra sem léku í fyrri myndinni snúa aftur. Þar á meðal Jeff Goldblum, Bill Pullman, Vivica A. Fox og Judd Hirsch en nafn leikarans Will Smith er ekki að finna á síðu myndarinnar á vef IMdB.com. Smith hafði áður verið spenntur fyrir að leika í myndinni en eftir að myndin After Earth kom út árið 2013 dvínaði áhugi leikarans á vísindaskáldskap. Roland Emmerich, leikstjóri fyrri myndarinnar og framhaldsmyndarinnar, sagðist hafa verið í samningaviðræðum við Smith. Emmerich hafði hugsað sér að láta myndina fjalla um samskipti persónu Smith úr fyrri myndinni við son sinn. After Earth var einmitt „feðgamynd“ sem gekk ekki vel og sagðist Smith vera kominn með nóg af framhaldsmyndum.
Tengdar fréttir Hann kemur aftur í júlí Nýjasta stiklan af Terminator Genisys komin fram. 13. apríl 2015 17:33 Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23 Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum Framleiðslan hefst í sumar. 24. mars 2015 16:59 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Jurassic World á góðri leið með að verða vinsælasta mynd ársins Þénaði rúmar 500 milljónir dala á heimsvísu. 15. júní 2015 08:23