Talið að Justin Bieber muni staldra við Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2015 07:30 Justin Bieber heldur tónleika 9. september í Kórnum. vísir Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02
Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55
Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54
Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19