Tónleikar til heiðurs frægustu dóttur Parísar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2015 09:45 "Borg eins og París með alla sína menningu, alla sína fegurð og það andrúmsloft sem hvergi þekkist nema hjá Frökkum – það er það sem við ætlum að stíga inn í,“ segir Brynhildur. Mynd/Grímur Bjarnason Mynd/Grímur Bjarnason Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona er á leið á æfingu með hljómsveit vegna stórtónleika til heiðurs söngkonunni Edith Piaf þegar í hana næst – en á miðnætti kvöldinu áður var hún Njáll á Bergþórshvoli í Borgarleikhúsinu. Hún kveðst engan veginn geta gert upp á milli þeirra, þó ólík séu og þó vera búin að setja sig eins vel inn í líf beggja og kona á Íslandi geti gert í dag.Piaf hefði orðið hundrað ára Nú eru það tónleikarnir sem eru umræðuefnið, enda á dagskrá nú um helgina. Brynhildur segir þá gríðarlega spennandi. „Jóhann G. Jóhannsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, er búinn að útsetja sautján lög fyrir þann sterka og flotta hóp sem að flutningnum kemur,“ segir hún. „Þeir Jóel Pálsson og Haukur Gröndal eru þarna og spila jöfnum höndum á klarinettið og saxófóninn. Svo er Eiríkur Orri Ólafsson á trompett, Margrét Arnardóttir á harmóníku, Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Jóhann G. á fallegan flygil.“ Brynhildur kveðst svo verða að keppa við öll instrúmentin til að láta rödd sína heyrast og ekki hætta fyrr en hún hafi lokið keppni með sigri! „Við erum með sautján laga lista. Það eru lögin sem ég söng í sýningu Þjóðleikhússins á sínum tíma, 2004, og svo fimm ný. Lög sem hafa alltaf verið í uppáhaldi bæði hjá mér og Jóhanni G. Útsetningarnar hans eru þannig að ég fæ gæsahúð þegar ég heyri þær.“ Sögustundir verða inn á milli á tónleikunum þar sem fjallað verður um ævi söngkonunnar. „Þetta verður hátíðarstund í tali og tónum til heiðurs þessari frægustu dóttur Parísar sem hefði orðið 100 ára laugardaginn 19. desember. Þá eru fyrri tónleikarnir okkar og af því að það seldist upp á þá, sem ég er mjög þakklát fyrir, þá bættum við öðrum tónleikum við daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, klukkan 17 og enn eru nokkrir miðar til á þá tónleika. Við viljum fylla salinn af tónum og töfrum og verðum að fá vini Piaf til að vinna í því með okkur. Við ætlum líka að heiðra Sigurð Pálsson sem er höfundur leikritsins en hann á 40 ára rithöfundarafmæli um þessar mundir.“Brynhildur í gervi söngkonunnar Edith Piaf í sýningu Þjóðleikhússins fyrir ellefu árum. Mynd/Grímur BjarnasonFer í aðra vídd við flutninginn Söng- og leikkonan ætlar að klæðast kjólunum sem hún skartaði í sýningu Þjóðleikhússins og eflaust sýnir hún leikræn tilþrif líka. „Það gerist sjálfkrafa þegar ég syng þessa tónlist,“ segir hún. „Án þess að ég ætli að fara að verða einhver önnur en ég er þá er einhver hjartastrengur í þessari tónlist sem gerir að verkum að ég fer í aðra vídd þegar ég flyt hana. Þetta eru allt dásamleg lög.“ Brynhildur syngur jöfnum höndum á íslensku og frönsku. „Þeir Þórarinn Eldjárn og Kristján Þórður Hrafnsson íslenskuðu nokkra af textunum fyrir sýningu Þjóðleikhússins og það er mjög merkilegt. Upphaflega vissum við ekki hvort það yrði mögulegt því íslenskan og franskan liggja á svo mismunandi stöðum í tempói. En það gekk ljómandi vel og nokkur af mínum uppáhaldslögum eru með íslenskum textum, þýðendurnir taka svo vel utan um þá. Það er líka gott. Þá skilja allir með höfðinu en sum lögin eru þannig að okkur nægir að skilja þau með hjartanu, eins og lagið La Vie en Rose eða Lífið í ljósrauðum bjarma. Þótt Piaf-tónleikarnir falli inn í jólatónleikatímabilið segist Brynhildur ekki vera í neinni keppni. „Við erum að bjóða upp á allt annan hlut. Borg eins og París með alla sína menningu, alla sína fegurð og það andrúmsloft sem hvergi þekkist nema hjá Frökkum – það er það sem við ætlum að stíga inn í.“ Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona er á leið á æfingu með hljómsveit vegna stórtónleika til heiðurs söngkonunni Edith Piaf þegar í hana næst – en á miðnætti kvöldinu áður var hún Njáll á Bergþórshvoli í Borgarleikhúsinu. Hún kveðst engan veginn geta gert upp á milli þeirra, þó ólík séu og þó vera búin að setja sig eins vel inn í líf beggja og kona á Íslandi geti gert í dag.Piaf hefði orðið hundrað ára Nú eru það tónleikarnir sem eru umræðuefnið, enda á dagskrá nú um helgina. Brynhildur segir þá gríðarlega spennandi. „Jóhann G. Jóhannsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, er búinn að útsetja sautján lög fyrir þann sterka og flotta hóp sem að flutningnum kemur,“ segir hún. „Þeir Jóel Pálsson og Haukur Gröndal eru þarna og spila jöfnum höndum á klarinettið og saxófóninn. Svo er Eiríkur Orri Ólafsson á trompett, Margrét Arnardóttir á harmóníku, Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Jóhann G. á fallegan flygil.“ Brynhildur kveðst svo verða að keppa við öll instrúmentin til að láta rödd sína heyrast og ekki hætta fyrr en hún hafi lokið keppni með sigri! „Við erum með sautján laga lista. Það eru lögin sem ég söng í sýningu Þjóðleikhússins á sínum tíma, 2004, og svo fimm ný. Lög sem hafa alltaf verið í uppáhaldi bæði hjá mér og Jóhanni G. Útsetningarnar hans eru þannig að ég fæ gæsahúð þegar ég heyri þær.“ Sögustundir verða inn á milli á tónleikunum þar sem fjallað verður um ævi söngkonunnar. „Þetta verður hátíðarstund í tali og tónum til heiðurs þessari frægustu dóttur Parísar sem hefði orðið 100 ára laugardaginn 19. desember. Þá eru fyrri tónleikarnir okkar og af því að það seldist upp á þá, sem ég er mjög þakklát fyrir, þá bættum við öðrum tónleikum við daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, klukkan 17 og enn eru nokkrir miðar til á þá tónleika. Við viljum fylla salinn af tónum og töfrum og verðum að fá vini Piaf til að vinna í því með okkur. Við ætlum líka að heiðra Sigurð Pálsson sem er höfundur leikritsins en hann á 40 ára rithöfundarafmæli um þessar mundir.“Brynhildur í gervi söngkonunnar Edith Piaf í sýningu Þjóðleikhússins fyrir ellefu árum. Mynd/Grímur BjarnasonFer í aðra vídd við flutninginn Söng- og leikkonan ætlar að klæðast kjólunum sem hún skartaði í sýningu Þjóðleikhússins og eflaust sýnir hún leikræn tilþrif líka. „Það gerist sjálfkrafa þegar ég syng þessa tónlist,“ segir hún. „Án þess að ég ætli að fara að verða einhver önnur en ég er þá er einhver hjartastrengur í þessari tónlist sem gerir að verkum að ég fer í aðra vídd þegar ég flyt hana. Þetta eru allt dásamleg lög.“ Brynhildur syngur jöfnum höndum á íslensku og frönsku. „Þeir Þórarinn Eldjárn og Kristján Þórður Hrafnsson íslenskuðu nokkra af textunum fyrir sýningu Þjóðleikhússins og það er mjög merkilegt. Upphaflega vissum við ekki hvort það yrði mögulegt því íslenskan og franskan liggja á svo mismunandi stöðum í tempói. En það gekk ljómandi vel og nokkur af mínum uppáhaldslögum eru með íslenskum textum, þýðendurnir taka svo vel utan um þá. Það er líka gott. Þá skilja allir með höfðinu en sum lögin eru þannig að okkur nægir að skilja þau með hjartanu, eins og lagið La Vie en Rose eða Lífið í ljósrauðum bjarma. Þótt Piaf-tónleikarnir falli inn í jólatónleikatímabilið segist Brynhildur ekki vera í neinni keppni. „Við erum að bjóða upp á allt annan hlut. Borg eins og París með alla sína menningu, alla sína fegurð og það andrúmsloft sem hvergi þekkist nema hjá Frökkum – það er það sem við ætlum að stíga inn í.“
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira