Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2015 10:58 Kia Optima. Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þessir þættir eru td. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. „Á síðustu fimm árum hefur verið hert á prófunaraðferðum Euro NCAP með þeim afleiðingum að mun erfiðara er nú fyrir framleiðendur að ná hámarks útkomu í prófununum. Það er skýrt dæmi um staðfestu Kia á sviði öryggismála að enn á ný náum við toppeinkunn segir Benny Oeyen, aðstoðarforstjóri markaðs- og framleiðsluáætlunardeildar Kia Motors í Evrópu. Hinir nýju Kia Sportage og Kia Optima koma á markað hér á landi á næsta ári.Kia Sportage. Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent
Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þessir þættir eru td. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. „Á síðustu fimm árum hefur verið hert á prófunaraðferðum Euro NCAP með þeim afleiðingum að mun erfiðara er nú fyrir framleiðendur að ná hámarks útkomu í prófununum. Það er skýrt dæmi um staðfestu Kia á sviði öryggismála að enn á ný náum við toppeinkunn segir Benny Oeyen, aðstoðarforstjóri markaðs- og framleiðsluáætlunardeildar Kia Motors í Evrópu. Hinir nýju Kia Sportage og Kia Optima koma á markað hér á landi á næsta ári.Kia Sportage.
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent