Mamma klikk! í Þjóðleikhúsið Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2015 11:06 Mamma klikk! er að gera allt ... klikk. Og nú er stefnt að því að koma bókinni á fjalirnar strax á næsta leikári. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur tryggt sér sýningarrétt á bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk!, en ekkert lát er á velgengni Gunnars og bókarinnar. Hún var tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, bókin hefur fengið frábæra dóma -- fimm stjörnur í Fréttablaðinu, bókin var í gær valin næstbesta barna- og unglingabókin af hálfu bóksala, hún hefur selst von úr viti og er Gunnar farinn að veita Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur verðuga keppni á bóksölulistum, bókin hefur verið endurprentuð tvisvar í stórum upplögum og fer líkast til í um 11 þúsund eintaka sölu sem er fáheyrt og nú er bókin á leið í Þjóðleikhúsið. Eina sem skyggir á gleði Gunnars er að hann er nú á spítala með gallsteinakast.Fyrst og fremst fín bók „Ég keypti þessa bók fyrst og fremst af því að hún er frábær, hrífandi og maðurinn er með tárin í augunum við lesturinn,“ segir Ari í samtali við Vísi. Þjóðleikhússtjórinn segir söguna virka á mörgum plönum, hún fjallar um það þegar barn er að breytast í ungling, um það þegar vinir hverfa á braut og svo er ákveðið leyndarmál sem ekki má segja frá. „Þetta er fyrst og fremst fín bók, skrifuð af næmi og tilfiningu.“ Ekki liggur fyrir á þessu stigi hver mun skrifa leikgerðina eða leikstýra sýningunni. Ari segir heilt ár geta liðið áður en í ljós kemur hvort leikgerðin verði með þeim hætti að hún þyki bjóða uppá uppfærslu en hann lætur sig þó dreyma um að koma sýningunni á fjalirnar strax á næsta leikári.Vinir og vinir Gunnar Helgason er leikari og reyndar bekkjarbróðir Ara úr Leiklistarskóla Íslands. Ari tryggði sér nýverið sýningaréttinn á Góðu fólk, bók Vals Grettissonar og vinnur Valur nú, ásamt dramatúrg Þjóðleikhússins að leikgerðinni. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja fremur kvikindislegrar spurningar, hvort Ari sé þarna að svara því með kaupum á bók bekkjarbróður síns, en Símon og Valur eru vinir frá fornu fari.Vinirnir Símon Birgisson og Valur Grettisson eru nú að skrifa leikgerð sem byggir á Gott fólk, bók þess síðarnefnda.„Símon kom ekki nálægt vali á bókinni Gott fólk, ég talaði við Val í sumar og óskaði eftir því, hvort kæmi til greina að Þjóðleikhúsið gerði leikgerð uppúr þeirri bók. Una Þorleifsdóttir mun leikstýra því. Ef þú ert með tímalínuna á hreinu þá er þetta svona og svo er Símon náttúrlega margverðlaunaður leikgerðamaður.“Leikgerðir einkennandi fyrir áherslur Ara Nú virðist þetta einkennandi fyrir áherslur Ara, sem nú eru að koma í ljós eftir að hann tók við sem Þjóðleikhússtjóri, að taka fyrir bækur og vinna uppúr þeim leikgerð, en auk þessara bóka er verið að vinna leikgerð fyrir Þjóðleikhúsið uppúr bókinni Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson? „Við erum einnig með leikskáld í vinnu fyrir okkur sem er að skrifa frumsamið leikrit. Jón Atla Jónasson. Þjóðleikhúsið hefur miklar og ríkulegar skyldur við að flytja íslensk verk og stefnt að því að helmingur verka sem sýnd eru verði íslensk verk. Enda er þetta musteri íslenskrar tungu,“ segir Ari og grípur til þeirra háfleygu kjörorða leikhússins. Ari segist þeirrar skoðunar að Þjóðleikhúsið eigi að spegla íslenskt samfélag og taka þátt í umræðu um mikilsverð málefni. Geðheilbrigðismál, spennandi mál sem fjalla um börn sem eru að verða unglingar og kynbundið ofbeldi; hvenær er ofbeldi ofbeldi?3,5 milljónir fyrir hvert leikrit Leikritunarréttur er samkvæmt samningum við Rithöfundasambandið. Fyrir hvert leikrit eru greiddar 3,5 milljónir króna og í tilfelli leikgerða skiptist sú upphæð milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundarins. Þessi greiðsla er jafnframt hugsuð sem fyrirframgreiðsla á höfundarétti og gildir þar til seldir hafa verið 10 þúsund miðar, eftir það fá höfundur eða höfundar 12 prósent af brúttó innkomu. Í sumum tilfellum er höfundur að fá meira fyrir sinn snúð með þessum hætti en í höfundarréttargreiðslur fyrir bókina sjálfa. Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur tryggt sér sýningarrétt á bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk!, en ekkert lát er á velgengni Gunnars og bókarinnar. Hún var tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna, bókin hefur fengið frábæra dóma -- fimm stjörnur í Fréttablaðinu, bókin var í gær valin næstbesta barna- og unglingabókin af hálfu bóksala, hún hefur selst von úr viti og er Gunnar farinn að veita Arnaldi Indriðasyni og Yrsu Sigurðardóttur verðuga keppni á bóksölulistum, bókin hefur verið endurprentuð tvisvar í stórum upplögum og fer líkast til í um 11 þúsund eintaka sölu sem er fáheyrt og nú er bókin á leið í Þjóðleikhúsið. Eina sem skyggir á gleði Gunnars er að hann er nú á spítala með gallsteinakast.Fyrst og fremst fín bók „Ég keypti þessa bók fyrst og fremst af því að hún er frábær, hrífandi og maðurinn er með tárin í augunum við lesturinn,“ segir Ari í samtali við Vísi. Þjóðleikhússtjórinn segir söguna virka á mörgum plönum, hún fjallar um það þegar barn er að breytast í ungling, um það þegar vinir hverfa á braut og svo er ákveðið leyndarmál sem ekki má segja frá. „Þetta er fyrst og fremst fín bók, skrifuð af næmi og tilfiningu.“ Ekki liggur fyrir á þessu stigi hver mun skrifa leikgerðina eða leikstýra sýningunni. Ari segir heilt ár geta liðið áður en í ljós kemur hvort leikgerðin verði með þeim hætti að hún þyki bjóða uppá uppfærslu en hann lætur sig þó dreyma um að koma sýningunni á fjalirnar strax á næsta leikári.Vinir og vinir Gunnar Helgason er leikari og reyndar bekkjarbróðir Ara úr Leiklistarskóla Íslands. Ari tryggði sér nýverið sýningaréttinn á Góðu fólk, bók Vals Grettissonar og vinnur Valur nú, ásamt dramatúrg Þjóðleikhússins að leikgerðinni. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja fremur kvikindislegrar spurningar, hvort Ari sé þarna að svara því með kaupum á bók bekkjarbróður síns, en Símon og Valur eru vinir frá fornu fari.Vinirnir Símon Birgisson og Valur Grettisson eru nú að skrifa leikgerð sem byggir á Gott fólk, bók þess síðarnefnda.„Símon kom ekki nálægt vali á bókinni Gott fólk, ég talaði við Val í sumar og óskaði eftir því, hvort kæmi til greina að Þjóðleikhúsið gerði leikgerð uppúr þeirri bók. Una Þorleifsdóttir mun leikstýra því. Ef þú ert með tímalínuna á hreinu þá er þetta svona og svo er Símon náttúrlega margverðlaunaður leikgerðamaður.“Leikgerðir einkennandi fyrir áherslur Ara Nú virðist þetta einkennandi fyrir áherslur Ara, sem nú eru að koma í ljós eftir að hann tók við sem Þjóðleikhússtjóri, að taka fyrir bækur og vinna uppúr þeim leikgerð, en auk þessara bóka er verið að vinna leikgerð fyrir Þjóðleikhúsið uppúr bókinni Vertu úlfur eftir Héðinn Unnsteinsson? „Við erum einnig með leikskáld í vinnu fyrir okkur sem er að skrifa frumsamið leikrit. Jón Atla Jónasson. Þjóðleikhúsið hefur miklar og ríkulegar skyldur við að flytja íslensk verk og stefnt að því að helmingur verka sem sýnd eru verði íslensk verk. Enda er þetta musteri íslenskrar tungu,“ segir Ari og grípur til þeirra háfleygu kjörorða leikhússins. Ari segist þeirrar skoðunar að Þjóðleikhúsið eigi að spegla íslenskt samfélag og taka þátt í umræðu um mikilsverð málefni. Geðheilbrigðismál, spennandi mál sem fjalla um börn sem eru að verða unglingar og kynbundið ofbeldi; hvenær er ofbeldi ofbeldi?3,5 milljónir fyrir hvert leikrit Leikritunarréttur er samkvæmt samningum við Rithöfundasambandið. Fyrir hvert leikrit eru greiddar 3,5 milljónir króna og í tilfelli leikgerða skiptist sú upphæð milli frumhöfundar og leikgerðarhöfundarins. Þessi greiðsla er jafnframt hugsuð sem fyrirframgreiðsla á höfundarétti og gildir þar til seldir hafa verið 10 þúsund miðar, eftir það fá höfundur eða höfundar 12 prósent af brúttó innkomu. Í sumum tilfellum er höfundur að fá meira fyrir sinn snúð með þessum hætti en í höfundarréttargreiðslur fyrir bókina sjálfa.
Menning Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira