Meðferðarlyf valda vanda á Hrauninu Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. desember 2015 08:00 Lyfinu er smyglað inn á Hraunið og gengur þar kaupum og sölum fyrir 10 þúsund krónur taflan. VÍSIR/ANTON BRINK Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Fangelsismál Vandamál hafa komið upp vegna misnotkunar fanga á Litla-Hrauni á lyfinu Suboxone. 52 slík tilfelli hafa komið upp í fangelsinu það sem af er ári. Um er að ræða mikla aukningu á stuttum tíma. Fjórðungur af öllum agaviðurlögum í fangelsinu á árinu er tilkominn vegna misnotkunar á lyfinu. Á síðustu þremur árum hafa 99% af sölu Suboxone verið til Landspítala og meðferðarstofnana hér á landi – sem svo ávísa áfram á sjúklinga sem hafa samþykkt að gangast undir meðferð við lyfjafíkn, samkvæmt Lyfjastofnun. Þeir sem eru háðir lyfinu þurfa á afeitrun að halda til þess að komast af Suboxone. Á Litla-Hrauni er ekki hægt að afeitra, þar sem enginn læknir er þar starfandi að staðaldri. Þeir sem háðir eru lyfinu fara í fráhvörf þegar þeir hætta neyslu þess sem geta reynst hættuleg. Alla jafna er föngum í lokuðum úrræðum ekki heimilt að fara í áfengis- eða vímuefnameðferð á Vogi, fyrr en afplánun er langt á veg komin eða henni lýkur. Átta milligramma tafla af lyfinu gengur kaupum og sölum á Litla-Hrauni fyrir um tíu þúsund krónur. Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi, kannaðist ekki við að Suboxone væri misnotað í fangelsinu þegar falast var eftir viðbrögðum hans, en sagði lyfið hafa bjargað lífi fjölda sjúklinga á Vogi. Fylgst væri með þeim sem fengju lyfinu ávísað. Þær Suboxone-töflur sem ávísað er hér á landi fara að mestu leyti í gegnum Vog. Lyfinu er ávísað til þeirra sem eru í viðhaldsmeðferð fyrir sprautufíkla. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í geðlækningum og sérfræðinga í meðhöndlun á lyfjafíkn. Ekkert er hægt að fullyrða um hvaðan lyfin sem berast inn á Litla-Hraun koma, hvort þau séu flutt inn eða hvort þeim sé ávísað af læknum hér á landi. Algengt er að læknadópi á borð við Suboxone sé smyglað inn í fangelsið með gestum. Fíkniefnahundur finnur ekki lykt af slíkum lyfjum. Þá sjá fangar ávinning í því að ekki er bersýnilegt að menn séu undir áhrifum Suboxone og því kemst ekki upp um þá nema þeir séu sérstaklega prófaðir fyrir slíku. Starfsmenn fangelsisins kannast við lyfið og segja það vandamál. Lyfið er ávanabindandi og getur verið hættulegt ef það er ekki notað í réttum tilgangi og undir eftirliti fagfólks. Suboxone eru tungurótartöflur sem innihalda búprenorfín og naloxón. Búprenorfín er skylt morfíni en notað við lyfjafíkn en naloxón er til að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins í æð.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira