Hybrid Ford F-150 Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 11:21 Ford F-150. Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent
Ford hefur staðfest að fyrirtækið vinnur nú að því að útbúa pallbílinn Ford F-150 með Hybrid tækni. Ekki verður þó hægt að stinga honum í samband við heimilisrafmagn heldur hlaða rafhlöður bílsins sig aðeins við hemlun. Hann verður því Hybrid bíll en ekki Plug-In-Hybrid bíll. Ekki stendur til að þessi útgáfa hans komi á markað fyrr en við lok þesa áratugar. Forsvarsmenn Ford hafa viðurkennt að Hybrid-bílar eigi ekki sérlega uppá pallborðið hjá bandarískum kaupendum nú um stundir vegna þess lága eldsneytisverðs sem þar er og þess viðbótakostnaðar sem Hybrid og Plug-In-Hybrid tækni felur í sér til hækkunar verðs þeirra. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða vélbúnaður verður tengdur rafmótorum bílsins, en líklegt þykir að það sé 2,7 lítra EcoBoost V6 vélin, sem er sú eyðslugrennsta sem býðst nú í F-150. Ford er með þessum áformum sínum að hugsa til framtíðar og segir að jarðefnaeldsneyti sé ekki til af endalausu magni og með því að búa bíla sína með Hybrid tækni sé fyrirtækið einnig að hlýta sístrangari kröfum yfirvalda um minni eyðslu bíla, sem og kaupenda.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent