Mótorhjól bönnuð í Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 15:23 Mótorhjólakappi klárar Pikes Peak keppnina. Jalopnik Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Frægasta brekkuklifurkeppni heims er Pikes Peak keppnin í Colorado í Bandaríkjunum. Þar keppa ökumenn á hverju ári hver er fljótastur að klifra upp fjallið Pikes Peak um 20 km leið og í leiðinni klifra upp 1.440 metra. Þessi keppni hefur krafist margra mannslífa og í síðustu tveimur keppnum dóu tveir mótorhjólamenn og í kjölfar þess hafa keppnishaldarar bannað mótorhjól í næstu keppni. Mótorhjól hafa aðeins tekið þátt síðustu fimm ár, en fyrir það var partur af leiðinni ennþá ómalbikaður og því ekki grundvöllur fyrir þátttöku þeirra. Mikil reiði er á meðal þeirra mótorhjólamanna sem hugsað höfðu sér að taka þátt í næstu keppni. Met mótorhjóla í Pikes Peak var sett fyrsta árið sem brautin var öll malbikuð, árið 2011 og tími þess 9:52,82 mínútur, en besti tími sem náðst hefur á bíl er 8:13,88, sett af rallökumanninum Sebastian Loeb árið 2013, en hann ók Peugeot 208 T16 bíl.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent