Sautján ára hversdagshetja breiddi úlpu yfir hjólreiðakappa eftir árekstur við snjómoksturstæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 13:04 Maðurinn var á hjóli sínu nærri Sundhöll Reykjavíkur þegar snjómoksturstæki var ekið utan í hann. Vísir/Daníel Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum. Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum.
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47
Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18
Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02