Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:31 Fleiri en Elvar Örn hjóluðu til vinnu í morgun. Vísir/Pjetur „ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar. Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
„ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar.
Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53