Óánægð með jóladagatalið: „Þetta eru örugglega einhver mistök“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. desember 2015 22:06 Birgir, Margrét og Jóhannes Haukur eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun RÚV. Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni. Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Sjá meira
Talsverð óánægja virðist ríkja með þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að jóladagatal þessa árs sé með dönsku tali og íslenskum texta en ekki talsett á íslensku. Það gæti orðið talsvert erfitt verkefni fyrir hæglæs eða ólæs börn að fylgjast með því sem fram fer í þáttunum þar sem persónurnar tala ekki hið ástkæra ylhýra. Fólk á Facebook hefur kvartað yfir þessari ákvörðun ríkisstofnunarinnar. „Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síðustu ár, biðu börnin mín spennt fyrir framan sjónvarpið eftir jóladagatalinu 2015. Það var mikil sorg þegar í ljós kom að það er á dönsku þetta árið en ekki með íslensku tali eins og venjulega,“ skrifar lögregluþjónninn Birgir Örn Guðjónsson og segist svekktur út í RÚV. Hann vonar að RÚV bjargi sér fyrir horn og sýni að auki eitthvað gamalt og gott á íslensku. Jóladagatalið í ár kallast Tidsrejsen sem hefur verið þýtt sem Tímaflakkið. Það segir frá hinni þrettán ára Sofie sem dreymir um að sameina fjölskyldu sína yfir jólin þrátt fyrir skilnað foreldra sinna. Hún er svo lánsöm að geta brúkað tímavél til að ferðast aftur í tímann en verkefnið er ekki jafn klippt og skorið og hana grunar. Margrét Friðriksdóttir lét sér ekki nægja að skrifa á Facebook og hringi því upp í Efstaleiti til að kvarta. „Ég upplifði hroka frá símatúlkunni og sagði hún að þetta væri væri bara svona og hún gæti ekkert gert í því. Ætli RÚV geri sér grein fyrir hversu mörg ung börn kunna ekki dönsku og eru ekki orðin það hraðlesin að þau geti lesið texta? Mér finnst þetta glatað,“ skrifar Margrét. Jóhannes Haukur Jóhannesson tekur í svipaðan streng og veltir því upp hvort danska útgáfa þáttarins hafi ekki alveg örugglega farið í loftið fyrir mistök. „Er RÚV í alvöru að sýna danskt jóladagatal fyrir íslensku börnin án þess að láta talsetja það?!? Þetta eru örugglega einhver mistök, vitlaus fæll settur í loftið eða eitthvað svoleiðis. Annað er bara svo kjánalegt eitthvað.“ „Jóladagatalið á RÚV er á dönsku með íslenskum texta. Er þá markhópurinn 5-10 ára börn sem hafa búið í Danmörku eða eiga danskt foreldri?“ skrifar Heimir Björnsson rappari og framhaldsskólakennari. Við vinnslu fréttarinnar svöruðu hvorki útvarpsstjórinn Magnús Geir Þórðarsson eða Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri símhringingum fréttastofu. Samkvæmt heimildum Vísis stendur þó til að sýna að auki innlent jólabarnaefni í desembermánuði á stöðinni.
Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Sjá meira