Síhækkandi afslættir nýrra bíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 10:30 Chevrolet Cruze má nú fá á 20% afslætti í Bandaríkjunum. Meðalafsláttur á nýjum bílum sem seldir voru í Bandaríkjunum voru 3.104 dollarar í október. Það er 14% hærri afsláttur en að meðaltali í október í fyrra og er að meðatali 9,5% af meðalverði þeirra. Meðalverð seldra bíla þar vestra var 32.529 dollarar í október. Salan í október var mjög góð, en hluti skýringar þess hlýtur að liggja í því hve bílaframleiðendur bjóða vel þessa dagana. Mikil samkeppni virðist ríkja á markaðnum sem lýsir sér í þessum auknu afsláttum og svo virðist sem mikið kapssmál sé að ljúka árinu á góðri sölu.Stefnir í mesta bílasöluár frá upphafiSumir greinendur hafa gengið svo langt að segja að bílaframleiðendur séu að kaupa sér góða sölu með öllum þessum afsláttum, en á meðan eru kaupendur glaðir og endurnýja bíla sína sem aldrei fyrr, enda stefnir í besta bílasölu ár Bandaríkjanna í ár. Bílasala þarf aðeins að aukast um 3% á síðustu tveimur mánuðum ársins til að árið verði það besta í sögunni, en vöxturinn hefur verið talsvert meiri það sem af er ári. Vöxturinn í október var t.d. 14%.Dæmi um allt að 20% afsláttDæmi eru um það að bílaframleiðendur hafi boðið svo hátt sem 20% afslátt af bílum sínum og er Chevrolet Cruze dæmi um það, en verðlistaverð hans er 20.920 dollarar, en Chevrolet hefur boðið 4.184 dollara afslátt á honum og hann því í boði á 16.736 dollara, eða 2,2 milljónir króna. Bílaframleiðendur segja hinsvegar að framlegð af sölu bíla þeirra sé há og hefur Ford náð 11,3% framlegð af þeim bílum sem seldir hafa verið í N-Ameríku í ár og General Motors 11,8%. Toyota, Honda, Mazda og Subaru hafa einnig sýnt vænar framlegðartölur. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent
Meðalafsláttur á nýjum bílum sem seldir voru í Bandaríkjunum voru 3.104 dollarar í október. Það er 14% hærri afsláttur en að meðaltali í október í fyrra og er að meðatali 9,5% af meðalverði þeirra. Meðalverð seldra bíla þar vestra var 32.529 dollarar í október. Salan í október var mjög góð, en hluti skýringar þess hlýtur að liggja í því hve bílaframleiðendur bjóða vel þessa dagana. Mikil samkeppni virðist ríkja á markaðnum sem lýsir sér í þessum auknu afsláttum og svo virðist sem mikið kapssmál sé að ljúka árinu á góðri sölu.Stefnir í mesta bílasöluár frá upphafiSumir greinendur hafa gengið svo langt að segja að bílaframleiðendur séu að kaupa sér góða sölu með öllum þessum afsláttum, en á meðan eru kaupendur glaðir og endurnýja bíla sína sem aldrei fyrr, enda stefnir í besta bílasölu ár Bandaríkjanna í ár. Bílasala þarf aðeins að aukast um 3% á síðustu tveimur mánuðum ársins til að árið verði það besta í sögunni, en vöxturinn hefur verið talsvert meiri það sem af er ári. Vöxturinn í október var t.d. 14%.Dæmi um allt að 20% afsláttDæmi eru um það að bílaframleiðendur hafi boðið svo hátt sem 20% afslátt af bílum sínum og er Chevrolet Cruze dæmi um það, en verðlistaverð hans er 20.920 dollarar, en Chevrolet hefur boðið 4.184 dollara afslátt á honum og hann því í boði á 16.736 dollara, eða 2,2 milljónir króna. Bílaframleiðendur segja hinsvegar að framlegð af sölu bíla þeirra sé há og hefur Ford náð 11,3% framlegð af þeim bílum sem seldir hafa verið í N-Ameríku í ár og General Motors 11,8%. Toyota, Honda, Mazda og Subaru hafa einnig sýnt vænar framlegðartölur.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent