Lífið

Jóladagatal á íslensku fyrir yngstu kynslóðina

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Ernir
Þrátt fyrir að jóladagatal sjónvarpsins, Tímaflakkið, verði ekki talsett á íslensku verður yngstu kynslóðinni boðið upp á sambærilegt sjónvarpsefni með íslensku tali. Nokkur óánægja hefur ríkt í ljósi þess að hið sívinsæla jóladagatal er á dönsku að þessu sinni, sem geri ólæsum börnum nokkuð erfitt um vik.

Ríkisútvarpið segir á Facebook að um sé að ræða afar vinsælt sjónvarpsefni sem hafi slegið öll áhorfsmet á Norðurlöndunum, og fullyrðir að það eigi eftir að vekja lukku hér á landi. Sýningar á jóladagatalinu Jól í Snædal hefji göngu sína í dag, en að það sé sérstaklega hugsað fyrir yngstu börnin. Þá verði nokkuð um íslenskt sjónvarpsefni í kringum jólin.

Vísir greindi frá því í gær að nokkur umræða hafi spunnist um sjónvarpsefnið ótalsetta á samfélagsmiðlum. Fór þar fremstur í flokki Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, sem sagði mikla sorg hafa ríkt á hans heimili þegar börnin hafi sest fyrir framan imbann og heyrt danska talið. RÚV sá sér þar leik á borði og auglýsti jóladagskrána í ár – og var Biggi vonum sáttur með svarið, líkt og sjá má hér fyrir neðan.

Jólatagatal sjónvarpsins hefur verið partur af aðventunni nánast svo lengi sem maður man eftir sér. Í dag, líkt og síð...

Posted by Birgir Örn Guðjónsson on 1. desember 2015

Ég verð bara að þakka RÚV fyrir að bregðast við umræðu gærdagsins um ótalsett jóladagatal þetta árið. Þeir svöruðu strax...

Posted by Birgir Örn Guðjónsson on 2. desember 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×