Volvo með sölumet í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 08:45 Volvo XC90 jeppinn er heitur þessa dagana. Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Volvo hefur aldrei selt fleiri bíla í einum mánuði en í nýliðnum nóvember og sala fyrirtækisins jókst um 26% frá fyrra ári. Volvo seldi 49.055 bíla í mánuðinum og þar vegur mest góð sala jeppans XC90 og jepplingsins XC60, en sala þeirra jókst til dæmis um 91% í Bandaríkjunum í nóvember. Sala Volvo í Bandaríkjunum nam 6.903 bílum og hefur sala Volvo risið þar hratt á allra síðustu mánuðum, þökk sé mikilli eftirsprun eftir jeppum og jepplingum. Öll söluaukning sem orðið hefur í Bandaríkjunum í ár er vegna sölu slíkra bíla. Þó svo að hægt hafi á söluaukningu bíla í Kína tókst Volvo að auka söluna þar í nóvember um 16% og selja þar 8.045 bíla. Í Evrópu jókst salan um 17% og í heimalandinu Svíþjóð um 43%. Volvo er eins og kuynnugt er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent