Afrekskonur styrktar um 3,5 milljónir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 18:43 Mynd/ÍSÍ Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira