Gleymir að kaupa jólatré Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. desember 2015 13:00 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, heldur tvenna tónleika í Gamla bíói fyrir jólin. Að þeim loknum ætlar hún að slappa af með heimagerðan jólakósídrykk í bolla. MYND/GVA Kærleiksríkt andrúmsloft jólanna skiptir Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur meira máli en skraut. Hún byrjar samt snemma að hlusta á jólalögin og eftir tónleikatörn aðventunnar ætlar hún að slappa af uppi í sófa með rjúkandi jólakósídrykk. Uppáhaldið mitt er sojalatte með kanil, en ég er hætt að drekka kaffi. Vinkona mín, sem lifir afar heilbrigðu lífi, benti mér á þennan drykk,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, þegar hún er spurð út í jólakósídrykkinn í bollanum. „Þetta er heimagerður chai latte, kanillinn og negullinn eru svo jólalegir,“ segir hún og viðurkennir að vera jólabarn í hjarta. „Ég er allavega ekki komin með leiða á jólalögunum þegar jólin loksins koma eins og margir. Við dóttir mín byrjum meira að segja snemma í nóvember að hlusta á jólalög. Mér finnst líka svo fallegt, burtséð frá trúarbrögðum, að einu sinni á ári séu allir vinir. Það er einhver friðsæld yfir fólki á jólum, sem auðvitað ætti að vera allan ársins hring.“ Þrátt fyrir að vera jólabarn segist Sigríður ekki fara hamförum í að skreyta heima hjá sér. „Ég skreyti ekki mikið og jólatréð ekki fyrr en á Þorláksmessu. Ég gleymi meira að segja stundum að kaupa jólatré! Silfraða gervijólatréð dugði okkur lengi en eftir að dóttir mín uppgötvaði lifandi jólatré verð ég að reyna að muna þetta. Gjafirnar aftur á móti skipta mig máli, ef ég finn gjöf undir trénu frá einhverjum sem ég vissi ekki að ætlaði að gefa mér gjöf og ég gaf því viðkomandi enga, fer ég alveg í mínus. Mér finnst betra að fá þetta á hreint fyrir jól. Ég legg nefnilega mikinn metnað í að finna góðar gjafir handa fólki,“ segir Sigríður sposk. Annars gefst lítill tími í búðaráp þar sem aðventan snýst að miklum hluta um tónleika og skemmtanir. Sigríður heldur meðal annars tvenna tónleika í Gamla bíói, Stofujól, dagana 17. og 19. desember. Eftir það er hún komin í jólafrí og segist ætla að slappa vel af með kósí drykk í bolla. „Það er líka mikilvægt að hvíla sig á jólunum,“ segir hún.Hér má hlusta á nýtt jólalag Siggu Eyrúnar, Englar og snjókarlar.Kryddað heimagert chai latte með jólasnúningi. mynd/gvaJólakósídrykkur Siggu EyrúnarKryddað, heimagert chai latte (2 bollar) 4½ dl vatn 3 tepokar (svart te) 2 kanilstönglar 1 múskathneta 2 kardimommur ¼ tsk. heill negull 1/8 tsk. svört piparkorn 1 msk. ferskur engifer (gróft saxaður) 1-2 msk. sykur 6 dl jurtamjólk (soja, möndlu, hrís eða annað) Setjið vatnið, tepokana og kryddið saman í meðalstóran pott og hitið þar til suða kemur upp. Látið sjóða í 5 mínútur. Takið pottinn af hellunni, setjið lokið á pottinn og látið standa í 5 mínútur til viðbótar. Takið þá lokið af og bætið við sykrinum og mjólkinni. Setjið aftur á helluna þar til mjólkin byrjar að sjóða, takið þá pottinn strax af hellunni. Hellið blöndunni ofan í pressukönnu. Pumpið pressukönnuna upp og niður nokkrum sinnum þar til myndast hefur dálítil froða (smekksatriði hvað maður vill mikla froðu). Stráið kanil yfir og njótið! Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Að eiga gleðileg jól Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Vekur forvitni hjá börnunum Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól
Kærleiksríkt andrúmsloft jólanna skiptir Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur meira máli en skraut. Hún byrjar samt snemma að hlusta á jólalögin og eftir tónleikatörn aðventunnar ætlar hún að slappa af uppi í sófa með rjúkandi jólakósídrykk. Uppáhaldið mitt er sojalatte með kanil, en ég er hætt að drekka kaffi. Vinkona mín, sem lifir afar heilbrigðu lífi, benti mér á þennan drykk,“ segir Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, leik- og söngkona, þegar hún er spurð út í jólakósídrykkinn í bollanum. „Þetta er heimagerður chai latte, kanillinn og negullinn eru svo jólalegir,“ segir hún og viðurkennir að vera jólabarn í hjarta. „Ég er allavega ekki komin með leiða á jólalögunum þegar jólin loksins koma eins og margir. Við dóttir mín byrjum meira að segja snemma í nóvember að hlusta á jólalög. Mér finnst líka svo fallegt, burtséð frá trúarbrögðum, að einu sinni á ári séu allir vinir. Það er einhver friðsæld yfir fólki á jólum, sem auðvitað ætti að vera allan ársins hring.“ Þrátt fyrir að vera jólabarn segist Sigríður ekki fara hamförum í að skreyta heima hjá sér. „Ég skreyti ekki mikið og jólatréð ekki fyrr en á Þorláksmessu. Ég gleymi meira að segja stundum að kaupa jólatré! Silfraða gervijólatréð dugði okkur lengi en eftir að dóttir mín uppgötvaði lifandi jólatré verð ég að reyna að muna þetta. Gjafirnar aftur á móti skipta mig máli, ef ég finn gjöf undir trénu frá einhverjum sem ég vissi ekki að ætlaði að gefa mér gjöf og ég gaf því viðkomandi enga, fer ég alveg í mínus. Mér finnst betra að fá þetta á hreint fyrir jól. Ég legg nefnilega mikinn metnað í að finna góðar gjafir handa fólki,“ segir Sigríður sposk. Annars gefst lítill tími í búðaráp þar sem aðventan snýst að miklum hluta um tónleika og skemmtanir. Sigríður heldur meðal annars tvenna tónleika í Gamla bíói, Stofujól, dagana 17. og 19. desember. Eftir það er hún komin í jólafrí og segist ætla að slappa vel af með kósí drykk í bolla. „Það er líka mikilvægt að hvíla sig á jólunum,“ segir hún.Hér má hlusta á nýtt jólalag Siggu Eyrúnar, Englar og snjókarlar.Kryddað heimagert chai latte með jólasnúningi. mynd/gvaJólakósídrykkur Siggu EyrúnarKryddað, heimagert chai latte (2 bollar) 4½ dl vatn 3 tepokar (svart te) 2 kanilstönglar 1 múskathneta 2 kardimommur ¼ tsk. heill negull 1/8 tsk. svört piparkorn 1 msk. ferskur engifer (gróft saxaður) 1-2 msk. sykur 6 dl jurtamjólk (soja, möndlu, hrís eða annað) Setjið vatnið, tepokana og kryddið saman í meðalstóran pott og hitið þar til suða kemur upp. Látið sjóða í 5 mínútur. Takið pottinn af hellunni, setjið lokið á pottinn og látið standa í 5 mínútur til viðbótar. Takið þá lokið af og bætið við sykrinum og mjólkinni. Setjið aftur á helluna þar til mjólkin byrjar að sjóða, takið þá pottinn strax af hellunni. Hellið blöndunni ofan í pressukönnu. Pumpið pressukönnuna upp og niður nokkrum sinnum þar til myndast hefur dálítil froða (smekksatriði hvað maður vill mikla froðu). Stráið kanil yfir og njótið!
Jól Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Að eiga gleðileg jól Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólaljósmyndakeppnin: Frestur rennur út á miðnætti Jól Vekur forvitni hjá börnunum Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Stormsveipurinn mætir heim Jól Samviskulegar smákökur Jól Risa piparkaka í formi jólapeysu Jól